11/07/2019

Ætlar húsfélagið þitt að sækja um styrk vegna hleðslubúnaðar?

Hleðsla rafbíla
verkis-2019-182

Þann 4. apríl 2019 undirrituðu borgarstjóri Reykjavíkur, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Veitna samkomulag um uppbyggingu innviða til hleðslu rafbíla í Reykjavík. Um er að ræða 120 milljóna króna sjóð til þriggja ára sem húsfélög geta sótt styrk í. Umsókn um styrk verður að hafa verið samþykkt áður en búnaður er keyptur og framkvæmdir hafnar. Aftur á móti má húsfélagið leita sér aðstoðar sérfræðiráðgjafar áður en sótt er um styrk.

Veittur er styrkur fyrir eftirfarandi þætti: 

  • Kostnað vegna ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við viðkomandi fjöleignarhús. Aðkoma sérfræðings má vera áður en umsókn er send inn.
  • Allan efniskostnað við að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla á lóð viðkomandi fjöleignarhúss, þ.m.t. hleðslustöð, raflagnaefni og festingar.
  • Vinnu jarðverktaka og iðnaðarmanna við að koma fyrir raflögnum, setja upp hleðslustöðvar, tengingar raflagna og yfirborðsfrágang.
  • Kostnaður við leyfisveitingar og heimtaugagjald.

Með umsókninni skal skila:

  • Samþykki húsfélags fyrir framkvæmdinni og breyttri notkun bílastæða.
  • Lýsingu á framkvæmdinni og fjölda og staðsetningu hleðslustöðva sem áætlað er að setja upp.
  • Kostnaðaráætlun.
  • Tilboðum verktaka.
  • Upplýsingum um hversu háan styrk sótt er um.
  • Lýsingu á því hvernig gjaldfærslu fyrir notkun hleðslustöðvanna er háttað.

Við getum aðstoðað þig við að afla þessara upplýsinga þannig að umsóknin sé fullgild. Verkís veitir skjóta og faglega þjónustu vegna ráðgjafar við hönnun og framkvæmd uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla. Taktu fyrsta skrefið með okkur og við aðstoðum þig við að leggja mat á framkvæmdina.

Hjá Verkís greiðir húsfélagið þitt 150 þúsund krónur fyrir aðstoð við undirbúning umsóknar. Það borgar sig að vanda til verka. Sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér fljótlega. 

Þjónusta Verkís á sviði hleðslu rafbíla
Hleðsla rafbíla – Bæklingur

Fréttatilkynning Reykjavíkurborgar vegna reglna við úthlutun úr sjóðnum
Úthlutunarreglur styrktarsjóðs fyrir fjöleignarhús til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla
Nánar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla hjáReykjavíkurborg

Hleðsla rafbíla
verkis-2019-182