Hleðsla rafbíla

HLEÐSLA RAFBÍLA

Verkís veitir skjóta og faglega þjónustu vegna ráðgjafar við hönnun og framkvæmd uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla. 

Þjónusta Verkís hentar íbúðareigendum, sumarhúsaeigendum, húsfélögum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Lausnir fyrirtækisins eru óháðar söluaðilum hleðslustöðva. Markmið okkar er að velja bestu lausnina fyrir þínar aðstæður.

Að mörgu ber að huga þegar hleðsluaðstaða er sett upp fyrir rafbíla. Í sumum tilfellum er um að ræða einfalda framkvæmd sem felur í sér minniháttar breytingar. Í öðrum tilfellum þarf ef til vill að gera breytingar í aðaltöflu, grafa fyrir lögnum eða álagsstýra heimtaug. 

Taktu fyrsta skrefið með okkur og við aðstoðum þig við að leggja mat á framkvæmdina. Við komum í heimsókn, gerum ástandsskoðun og metum umfang verkefnis. Að því loknu vinnum við minnisblað og í framhaldi af því skýrslu, sé þess óskað. Í skýrslunni fjöllum við um mögulegar lausnir fyrir þig, ásamt því að gera grein fyrir umfangi framkvæmdar og leggja fram gróft mat á kostnaði. 

Við bjóðum viðskiptavinum okkar uppá þjónustupakka útbúna ýmsum þjónustuþáttum. Pakkarnir eru sniðnir að okkar algengustu fyrirspurnum, en einnig getum við ávalt sniðið þjónustuna að þínum þörfum.

Lestu nánar um hvern þjónustuþátt hér.

Pakki 1
Hentar til þess að gera skjóta athugun á möguleikum. Viðskiptavinir fá minnisblað þar sem kemur fram hvaða möguleikar henta.

AstandsskodunHledslumoguleikar_1557913857952

Pakki 2
Hentar til þess að taka upplýstar ákvarðanir. Viðskiptavinurinn fær grófa kostnaðaráætlun, ástandsskoðun, álagsmælingu og skýrslu.

AstandsskodunHledslumoguleikar_1557913857952KostnadaraaetlunMaeling2

Pakki 3
Leið til uppsetningar á hleðslustöðvum. Viðskiptavinurinn fær kostnaðaráætlun, ástandsskoðun, álagsmælingu, hönnun, skýrslu og úttekt.

AstandsskodunHledslumoguleikar_1557913857952KostnadaraaetlunMaelingarUttekt_1557916160655

Pakki 4
Lausn sniðin að þínum þörfum. Við bjóðum viðskiptavinum einnig upp á að setja saman sinn eigin pakka. Þannig má sérhæfa þjónustuna að þínum þörfum.
Settu þig í samband við sérfræðing okkar í hleðslumálum. Tengiliður:
Þórður Þorsteinsson - Rafmagnstæknifræðingur

Hafðu samband

Sem stendur er þjónustan Hleðsla rafbíla aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu, en við vinnum að því að bjóða upp á lausnir fyrir landsbyggðina.

Spurt og svarað um hleðslu rafbíla.

Bæklingur um þjónustu Verkís vegna hleðslu rafbíla. 


Upptaka frá hádegisfræðslufundi um hleðslu rafbíla, 29. maí 2019.