Hleðsla rafbíla

HLEÐSLA RAFBÍLA

Verkís veitir þjónustu og ráðgjöf við hönnun og framkvæmd uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla.

Þjónusta Verkís hentar húsfélögum, einstaklingum og fyrirtækjum. Lausnir okkar eru óháðar söluaðilum hleðslustöðva. Markmið okkar er að velja bestu lausnina fyrir þær aðstæður, sem henta bæði notendum og íbúum. Að mörgu ber að huga þegar sett eru upp hleðslutæki fyrir rafbíla. Í sumum tilfellum er um að ræða einfalda framkvæmd með minniháttar breytingum. Á öðrum stöðum þarf ef til vill að gera breytingar í aðaltöflu, grafa fyrir lögnum eða álagsstýra heimtaug.

Taktu fyrsta skrefið með okkur og við aðstoðum við að leggja mat á framkvæmdina. Við komum í heimsókn, gerum ástandsskoðun og metum umfang verkefnis. Afurðin er skýrsla sem lýsir mögulegum lausnum sem henta þinni aðstöðu og gerð er grein fyrir umfangi framkvæmdar ásamt grófu mati á kostnaði. 

Hafðu samband og pantaðu tíma fyrir ástandsskoðun og fáðu mat á umfangið.

Þjónusta í boði hjá Verkís

  • Ástandsskoðun og mat á umfangi verkefnis
  • Kostnaðaráætlun
  • Hönnun
  • Val á búnaði og efni
  • Umsjón og eftirlit með uppsetningu
  • Vöktun á heimtaug og álagsmælingar
  • ÁlagsstýringarTengiliður:
Þórður Þorsteinsson - Rafmagnstæknifræðingur

Sem stendur er þjónustan Hleðsla rafbíla aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu, en við vinnum að því að bjóða upp á lausnir fyrir landsbyggðina.