Hleðsla rafbíla

HLEÐSLA RAFBÍLA

  • Hleðsla rafbíla

Verkís veitir skjóta og faglega þjónustu vegna ráðgjafar við hönnun og framkvæmd uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla. 

Þjónusta Verkís hentar íbúðareigendum, sumarhúsaeigendum, húsfélögum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Lausnir fyrirtækisins eru óháðar söluaðilum hleðslustöðva. Markmið okkar er að velja bestu lausnina fyrir þínar aðstæður.

Að mörgu ber að huga þegar hleðsluaðstaða er sett upp fyrir rafbíla. Í sumum tilfellum er um að ræða einfalda framkvæmd sem felur í sér minniháttar breytingar. Í öðrum tilfellum þarf ef til vill að gera breytingar í aðaltöflu, grafa fyrir lögnum eða álagsstýra heimtaug. 

Byrjaðu framkvæmdina með okkur og við aðstoðum þig við að leggja mat á hana. Við komum í heimsókn, gerum ástandsskoðun og metum umfang verkefnis. Að því loknu vinnum við minnisblað og í framhaldi af því skýrslu, sé þess óskað. Í skýrslunni fjöllum við um mögulegar lausnir fyrir þig, ásamt því að gera grein fyrir umfangi framkvæmdar og leggja fram gróft mat á kostnaði. 

Hafa samband

Eiríkur K. Þorbjörnsson

  • Eiríkur K. Þorbjönsson
  • Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc. / Viðskiptastjóri

  • Svið: Byggingar
  • ekt@verkis.is

Taktu fyrsta skrefið með Verkís 
Sveitarfélögin Reykjavík og Akranes hafa bæði stigið það skref að gera íbúum kleift að sækja um styrki til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla á lóðum fjöleignahúsa. Umsókn um styrk verður að hafa verið samþykkt áður en búnaður er keyptur og hafist er handa við framkvæmdir. Aftur á móti má húsfélagið hafa leitað sér aðstoðar sérfræðinga og áður en sótt er um styrk. 

Þegar húsfélög leita aðstoðar okkar vegna umsóknarinnar byrjum við á því að kynna okkur aðstæður. Við skoðum hvaða möguleikar eru í boði og finnum heppilega lausnÞegar Verkís hefur lagt til lausn fyrir húsfélagið getur næsta skref verið að leggja framkvæmd við uppsetningu hleðsluaðstöðu fyrir á húsfundi. Samþykki húsfélagið framkvæmdina útbýr Verkís öll fylgigögn fyrir umsóknina, fær tilboð frá verktökum og aðstoðar við að fylla út umsókn og skila á réttan hátt. Kostnað við þá vinnu má telja fram á umsókninni sjálfri.

Meðal þeirra ráðstafana sem gripið var til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónuveirunnar eru þær að hækka tímabundið endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 100%. Endurgreiðslan nær m.a. til vinnu, hönnunar og eftirlits nýs íbúðarhúsnæðis eða endurbóta eða viðhalds slíks húsnæðis og nær átakið því til að mynda til hleðsluaðstöðu rafbíla. 

Við bjóðum viðskiptavinum okkar uppá þjónustupakka útbúna ýmsum þjónustuþáttum. Pakkarnir eru sniðnir að okkar algengustu fyrirspurnum, en einnig getum við ávalt sniðið þjónustuna að þínum þörfum. 

Lestu nánar um hvern þjónustuþátt hér.

Pakki 1
Hentar til þess að gera skjóta athugun á möguleikum. Viðskiptavinir fá minnisblað þar sem kemur fram hvaða möguleikar henta.

AstandsskodunHledslumoguleikar_1557913857952

Pakki 2
Hentar til þess að taka upplýstar ákvarðanir. Viðskiptavinurinn fær grófa kostnaðaráætlun, ástandsskoðun, álagsmælingu og skýrslu.

AstandsskodunHledslumoguleikar_1557913857952KostnadaraaetlunMaeling2

Pakki 3
Leið til uppsetningar á hleðslustöðvum. Viðskiptavinurinn fær kostnaðaráætlun, ástandsskoðun, álagsmælingu, hönnun, skýrslu og úttekt.

AstandsskodunHledslumoguleikar_1557913857952KostnadaraaetlunMaelingarUttekt_1557916160655

Pakki 4
Lausn sniðin að þínum þörfum. Við bjóðum viðskiptavinum einnig upp á að setja saman sinn eigin pakka. Þannig má sérhæfa þjónustuna að þínum þörfum.
Settu þig í samband við sérfræðing okkar í hleðslumálum. 

Spurt og svarað um hleðslu rafbíla.

Bæklingur um þjónustu Verkís vegna hleðslu rafbíla. 


Upptaka frá hádegisfræðslufundi um hleðslu rafbíla, 29. maí 2019.

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís fimm útibú á átta starfsstöðvum víða um land. Þær eru að finna á: Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, SauðárkrókiAkureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi. Verkís veitir þjónustu vegna hleðslu rafbíla á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.