22/11/2022

Þórey Edda segir frá Þjóðarhöll í Laugardal

Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.
Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.

Á fimmtudaginn stendur Verkís fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, flytur ávarp, og dr. Janus Guðlaugsson og Freyr Alexandersson flytja erindi. Starfsfólk Verkís, Þórey Edda Elísdóttir og Eiríkur Steinn Búason verða einnig með erindi og Yrsa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, stjórnar fundinum.

Þórey Edda og Eiríkur Steinn.

Þórey Edda, umhverfisverkfræðingur hjá Verkís, mun halda erindi um Þjóðarhöll í Laugardal. Þórey var skipuð í framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í ágúst á þessu ári. Hlutverk nefndarinnar er að leiða vinnu vegna hönnunar, útboðs og hvernig staðið verður að fjármögnun þjóðarhallar, ásamt því að undirbúa ákvörðun um útfærslu og rekstrarform. Nefndinni var falið að útbúa tímasetta framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hallarinnar og stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið árið 2025. Í erindi sínu á morgunverðarfundinum mun Þórey segja frá vinnu hópsins, m.a. nýlegri heimsókn til Noregs og Danmerkur þar sem tvær íþróttahallir voru heimsóttar.

Eiríkur Steinn byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri hjá Verkís, mun fjalla um reynslu Verkís af hönnun íþróttamannvirkja og nefna þar ýmis verkefni sem Verkís hefur komið að . Hann mun fjalla sérstaklega um mikilvægi undirbúnings verkefna og mikilvægi þess að unnið sé með notendum þeirra sem verið er að byggja mannvirkið fyrir. Eiríkur mun sýna dæmi um nýlegt verkefni sem tókst vel til.

Morgunverðarfundur – Íþróttamannvirki og lýðheilsa | www.verkis.is

Morgunverðarfundur – Íþróttamannvirki og lýðheilsa | Facebook

Heimsmarkmið

Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.
Verkís stendur fyrir morgunverðarfundi um íþróttamannvirki og lýðheilsu.