04/10/2022

Gufuskiljur á ráðstefnu á Jakarta

Jarðvarmavirkjanir
Reykjanesvirkjun

Gufuskiljur á ráðstefnu á Jakarta Carine Chatenay, viðskiptastjóri Orku- og iðnaðarsviðs og Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur hjá Verkís tóku þátt í ráðstefnunni IIGCE á Jakarta í Indónesíu fyrr í þessum mánuði. Þorleikur hélt erindi um hönnun gufuskilja á Íslandi með áherslu á stækkun Reykjanessvirkjunar og Verkís tók þátt í sameiginlegum sýningarbás.

Nú er unnið að stækkun Reykjanesvirkjun um 30 MW án þess að bora nýjar holur. Stækkunin byggir á þekktri vinnsluaðferð jarðvarma til raforkuframleiðslu. Með nýrri gufuskiljutækni er hægt að vinna með yfirmettaðan jarðhitavökva og útfellingar sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur slíkrar vinnsluaðferðar.

Verkís tók þátt í sameiginlegum sýningarbás með Mannviti, Ísor og Rigsin, sem er samstarfsaðili á Jakarta/í Indónesíu. Íslandsstofa bar veg og vanda að skipulagningu og hönnun bássins.

Heimsmarkmið

Jarðvarmavirkjanir
Reykjanesvirkjun