07/10/2021

Tilnefning til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Lýsingin var hönnuð sem ein heild og vandlega skipulögð. Sérstök áhersla var lögð á að lýsingin inni myndi hafa jákvæð áhrif á ásýnd húsanna.
Einnig var götulýsingin sérstaklega hönnuð til að draga ekki athygli frá húsunum, en uppfyllir um leið allar kröfur varðandi lýsingu.

Söluhús við Ægisgarð er staðsett á bryggju við gömlu höfnina í Reykjavík og hannað til að koma í stað þyrpingar niðurfallinna söluskúra með miðasölu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Verkefnið er hluti af þéttbýlisátaki til að gera gömlu höfnina meira aðlaðandi fyrir almenning.

Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna og verkfræðihönnun var í höndum Verkís og Hnit.

Söluhús við Ægisgarð

Verðlaunaafhending og málþing um Hönnunarverðlaun Íslands mun fara fram í Grósku þann 29. október nk.

Sjá nánar um lýsingarhönnun hjá Verkís.
Yrki arkitektar: Nánar um verkefnið.
Frétt á Vísir.is: Söluhús við Ægisgarð tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021.

Heimsmarkmið

Ægisgarður
img_2205