19/12/2019

Verkfræðihönnun vegna stærsta skóla Grænlands

Verkfræðihönnun vegna stærsta skóla Grænlands
Grunnskóli í Nuuk Grænland

Verkfræðihönnun vegna stærsta skóla Grænlands. Verkís mun sjá um nær alla verkfræðihönnun vegna stærsta skóla Grænlands. Ístak skrifaði í gær undir samning um hönnun og smíði skólans sem verður í höfuðborginni Nuuk. Þetta er mjög stór verksamningur í langri sögu Ístaks og er Verkís undirverktaki Ístaks í verkefninu.

Í skólanum, sem bæði mun þjóna nemendum á leik- og grunnskólastigi, er rými fyrir 1.200 nemendur. Byggingin verður jafnframt íþrótta- og menningarmiðstöð á kvöldin og um helgar og nýtist því breiðum hópi íbúa borgarinnar.

Byggingin verður samtals sextán þúsund fermetrar Ístak fékk verkið eftir forval og alútboð þar sem lagðir voru saman þrír þættir; verðtilboð, hönnun og útfærsla og áætlaður rekstrarkostnaður byggingarinnar í þrjátíu ár.

Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ísaks, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fyrirtækið líti á þetta sem mikla viðurkenningu. „Það er bara öflugt að fá þetta og sýnir hvað íslenskt fyrirtæki getur verið sterkt í samkeppni, ef undirbúningurinn er góður.“

Stefnt er að því að skólinn verði tekinn í notkun árið 2023.

Frétt Vísis: Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands
Verkefni á heimasíðu Verkís: Skóli í Nuuk 

Verkfræðihönnun vegna stærsta skóla Grænlands
Grunnskóli í Nuuk Grænland