18/09/2025

Verkís styður við sjálfbæra hönnun með Svans- og BREEAM-vottunum

Sjálfbær hönnun í mannvirkjagerð skipta sífellt meira máli í daglegri starfsemi byggingariðnaðarins. Vottanir á borð við Svaninn og BREEAM hafa fest sig í sessi sem lykilverkfæri til að draga úr umhverfisáhrifum, stuðla að bættri orkunýtingu og tryggja heilnæmari húsnæði.
Verkís hefur verið leiðandi á þessu sviði og veitt faglega ráðgjöf í fjölmörgum verkefnum þar sem slík vottun hefur verið sett í forgang. Með þverfaglega þekkingu getum við samræmt kröfur um umhverfisvottanir við aðra mikilvæga þætti hönnunar og verkefnastjórnunar.

Svansvottun – áreiðanlegur mælikvarði á umhverfisárangur

Svansvottun bygginga leggur áherslu á að lágmarka heildarumhverfisáhrif mannvirkja. Við hjá Verkís aðstoðum viðskiptavini okkar í gegnum allt ferlið, frá undirbúningi hönnunar og vali á byggingarefnum, til eftirfylgni og fullrar vottunar. Með Svansvottun er tryggt að byggingar standist strangar kröfur um orkunýtingu, inniloft, efnisval og almenna umhverfisábyrgð.
Verkís hefur tekið þátt í fjölda verkefna sem hafa hlotið Svansvottun, meðal annars skólum og íbúðarhúsnæði þar sem sérstök áhersla var lögð á heilnæmt inniloft og lágmörkun skaðlegra efna. Slíkar byggingar laða að bæði notendur og fjárfesta sem vilja leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar.

BREEAM – alþjóðleg viðurkenning á gæðum og sjálfbærni

BREEAM er elsta og útbreiddasta vottunarkerfi heimsins fyrir sjálfbærni í mannvirkjagerð. Ráðgjafar Verkís veita faglega leiðsögn í gegnum allt ferlið, frá fyrstu hugmynd til lokaúttekta.
BREEAM leggur áherslu á fjölmarga sjálfbærniþætti, svo sem orkunýtingu, vatnsnotkun, aðgengi, heilsu og vellíðan notenda, úrgangsstjórnun og vistvænt efnisval. Í íslenskum verkefnum sem Verkís hefur starfað við hefur BREEAM reynst sterkur hvati til að ná hærri gæðastöðlum í hönnun og rekstri, auk þess sem vottunin eykur virði mannvirkja til lengri tíma.

 

Sjálfbærni sem leiðarljós

Reynsla Verkís nær yfir fjölbreytt verkefni, allt frá háskólasvæðum og opinberum byggingum til íbúðahverfa þar sem sjálfbærni var sett í forgang. Þekking og reynsla starfsfólks gerir okkur kleift að bjóða upp á raunhæfar lausnir og hagkvæma stefnumótun fyrir viðskiptavini okkar.
Við trúum því að umhverfisvottanir séu lykilatriði í að skapa betri byggð og sjálfbærari framtíð. Verkís er stolt af því að geta verið traustur samstarfsaðili þeirra sem vilja leggja áherslu á sjálfbærni í sínum verkefnum.

Hafðu samband og við aðstoðum þig við allt ferlið – einfalt, skilvirkt og í samræmi við staðla. Almennt netfang: verkis@verkis.is

 

Sérfræðingar Verkís í umhverfisvottunum :

Þórey Edda Elísdóttir
Umhverfisverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Byggingar
tee@verkis.is
 
Elín Vignisdóttir
Landfræðingur M.Sc.
Svið: Mannauður og ferlar
ev@verkis.is
 
Þjónusta Verkís : Svansvottun – BREEAM

Heimsmarkmið