17/10/2019

Verkís tekur þátt í haustráðstefnu FENÚR

Sorp FENÚR ráðstefna
Sorp FENÚR ráðstefna

Í dag tekur Verkís þátt í haustráðstefnu FENÚR sem haldin er á Hótel Örk í Hveragerði. Plast er í aðalhlutverki á ráðstefnunni en fjallað verður um umhverfis- og úrgangsmál í víðara samhengi

Á ráðstefnunni standa þær Elín Vignisdóttir, landfræðingur og Vala Jónsdóttir, umhverfisverkfræðingur, vaktina á kynningarbás Verkís. Þar munu þær kynna þjónustu Verkís á sviði umhverfis- og úrgangsmála. Með þeim er Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma ehf. Hann mun segja frá samstarfsverkefnum Verkís og Svarma með þyrildi.

Verkís hefur unnið umhverfisgreiningu og áætlun á flokkun og förgun spilliefna í mörgum verkefnum á Grænlandi og í Noregi.

Verkís vann mat á kostum við meðhöndlun sorps á Ísafirði þar sem gerðar voru tillögur að möguleikum við rekstur sorphirðu og förgunar.

Verkís sinnir framkvæmdaeftirliti vegna nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu.

Verkís hannaði metangasverksmiðju í Bergen í Noregi . Þar er framleitt metangas úr seyru sem notað er sem eldsneyti á strætisvagna.

Verkís býður upp á þjónustu við gerð þrívíðra landlíkana. Verkís notar m.a. LIDAR skanna (e. light detection and ranging) sem flogið er með þyrildi (e. drone). Unnið er í samstarfi við Svarma ehf. sem hefur sérhæft sig í notkun og hönnun flygilda og þyrilda.

Starfsemi Fenúr nær til allra þátta er varða meðferð og meðhöndlun úrgangs og frárennslis, bæði frá heimilum og atvinnustarfsemi. Starfsemin tekur einnig til hreinsunar umverfis svo sem götuhreinsun, umhirðu og umgengni í þéttbýli sem dreifbýli.

Verkís stóð fyrir málþingi um úrgangsstjórnun fyrr á þessu ári.

Sorp FENÚR ráðstefna
Sorp FENÚR ráðstefna