17/11/2022

Verkís tekur þátt í Starfamessu á Norðurlandi vestra

Starfsstöð Verkís á Sauðárkróki er á Faxatorgi.

Þriðjudaginn 22. nóvember nk. verður Starfamessa Norðurlands vestra haldin í annað sinn. Þar munu nemendur elstu bekkja grunnskóla á Norðurlandi vestra og nemendur Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra kynna sér náms- og starfsleiðir í iðn-, tækni-, verk- og raungreinum með áherslu á þau tækifæri sem eru í boði í landshlutanum.

Verkís er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í Starfamessunni og munu þeir Jakob Logi Gunnarsson og Sindri Aron Þórsson standa vaktina og spjalla við gesti. Þeir eru báðir með sveinspróf í rafvirkjun og B.Sc. í rafmagnstæknifræði. Þá mun annað starfsfólk Verkís einnig líta við og segja frá verkefnum sínum á svæðinu.

Verkís hefur verið með starfsstöð á Sauðárkróki í tæplega þrjú ár og starfsfólkið sinnt fjölbreyttum verkefnum á þeim tíma. Til að byrja með var einn starfsmaður er núna eru fimm starfsmenn með aðstöðu á Faxatorgi þar sem Verkís er með skrifstofu. Verkís er einnig með starfsstöðvar á Blönduósi og Hvammstanga og heyra starfsstöðvarnar þrjár undir útibú Verkís á Akureyri.

Starfamessan er haldin í bóknámshúsi FNV í Sæmundarhlíð á Sauðárkróki og stendur yfir frá kl. 10 – 17. Viðburður á Facebook.

Við hlökkum til að taka þátt og hvetjum gesti til að líta við hjá okkur.

Yfir 350 manns starfa hjá Verkís og vinna að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Menntun og reynsla starfsfólksins er fjölbreytt og eru innan raða okkar m.a. verkfræðingar og tæknifræðingar á ýmsum sviðum, iðnfræðingar, byggingafræðingar, húsasmiðir, rafvirkjar, dýravistfræðingur, fiskifræðingur, skipulagsfræðingar, jarðfræðingar,  landfræðingar, tækniteiknarar, landslagsarkitektar, lýsingarhönnuðir, bókasafnsfræðingur og svo mætti lengi telja.

Heimsmarkmið

Starfsstöð Verkís á Sauðárkróki er á Faxatorgi.