10/10/2022

Verkís tók þátt í sundlaugaráðstefnu í Noregi 

Verkís tók þátt í sundlaugaráðstefnu í Noregi 
IAKS sundlaugarráðstefna

Verkís tók þátt í sundlaugaráðstefnu í Noregi . Verkís tók nýlega þátt í IAKS sundlaugaráðstefnunni í Noregi. Þar komu saman fagaðilar á þessu sviði og ræddu eitt og annað sem lítur að sjálfbærni og orkumálum við sundlaugar allt frá undirbúningi, hönnun og byggingu til reksturs sundlauga.

Einn liður í ráðstefnunni var heimsókn í sundhöllina Holmen. Verkís var heildarráðgjafi verkefnisins, Arkís arkitektar sáu um alla arkitektahönnun og verkinu var stýrt af OP-Verkís (nú OPV-Consulting) í Osló í Noregi.

Eiríkur Steinn Búason, verkefnisstjóri hönnunarteymisins og viðskiptastjóri á Byggingarsviði Verkís, Kenneth Olafsen framkvæmdastjóri OPV-Consulting og Aðalsteinn Snorrason, arkitekt og einn af arkitektum Arkís ræddu við ráðstefnugesti og sögðu frá hönnun sundhallarinnar.

Verkís tók þátt í sundlaugaráðstefnu í Noregi 
Kenneth Olafsen framkvæmdastjóri og Jóhann Svanur Guðmundsson, verkefna- og framkvæmdastjóri hjá OPV Consulting.

 

Heimsmarkmið

Verkís tók þátt í sundlaugaráðstefnu í Noregi 
IAKS sundlaugarráðstefna