Við leitum að fagleiðtoga sjálfbærni

Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að leiða ráðgjöf á sviði sjálfbærni í okkar öfluga hópi.
Umsækjandi þarf að hafa brennandi áhuga og yfirgripsmikla þekkingu á öllu sem tengist sjálfbærri þróun í hönnun og mannvirkjagerð. Verkefnin okkar eru víða um heim, því er mikilvægt að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Leiðtogi sjálfbærni tekur þátt í ráðgjöf á sviði sjálfbærni. Hann ber jafnframt ábyrgð á þróun málaflokksins í daglegri starfsemi Verkís og stýrir þverfaglegu teymi hönnuða á sviði skipulags, orku, innviða og mannvirkjagerðar. Leiðtogi sjálfbærni vinnur með öðrum stjórnendum að miðlun þekkingar til starfsfólks og tekur þátt í verkefnaöflun og tilboðsgerð.
Hæfniskröfur
- Próf í sjálfbærni, verkfræði, umhverfisfræði eða annað háskólapróf sem nýtist í starfi
- Víðtæk þekking á vistvænni hönnun
- Þekking á kröfum, stöðlum og reglum er varða sjálfbærni
- Kunnátta í lífsferilsgreiningum og greiningu lífsferilskostnaðar
- Reynsla af stjórnun verkefna er nauðsynleg
- Mikil hæfni í að miðla þekkingu og reynslu
- Góðir stjórnunar- og skipulagshæfileikar
- Góð samskiptahæfni
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2022.
Nánari upplýsingar veitir Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is.