26/01/2024

Vilt þú bætast við hópinn í sumar?

Við óskum eftir framtakssömum og metnaðarfullum háskólanemum til að starfa með okkur í sumar. Við bjóðum skemmtilega og krefjandi vinnu við fjölbreytt og spennandi verkefni. Sumarstarf hjá Verkís er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við fjölbreytt störf í verkfræði og tengdum greinum í framtíðinni. Sumarstarfsfólk okkar fær leiðbeinanda (mentor) sem er því innanhandar í verkefnum sumarsins.

Sótt er um störfin hér

Sumarstörf eru í boði í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti í Reykjavík og í öllum útibúum Verkís á landsbyggðinni.

Við tökum á móti umsóknum til 10. mars 2024.

Mikilvægt er að láta ferilskrá og námsferilsyfirlit fylgja með umsókninni.
Öllum umsóknum verður svarað.

Gildi Verkís eru HEILINDI, METNAÐUR og FRUMKVÆÐI, við leggjum áherslu á sjálfstæði í vinnubrögðum, jákvæðni og samskiptahæfni starfsfólks.

Frétt um sumarstarfsfólk á síðasta á má sjá hér