10/09/2020

Vinna hafin við uppsteypu á efstu hæð Húss íslenskunnar

Fjallað er um verkefnið í frétt á vef RÚV. Þar er haft eftir Karli Pétri Jónssyni, verkefnastjóra upplýsinga- og kynningarmála hjá Framkvæmdasýslu ríkisins að framkvæmdirnar séu vel skipulagðar og það eigi eflaust sinn þátt í að sumir þættir verksins séu á undan áætlun. ÍSTAK er verktaki verksins. 

Í frétt RÚV er einnig myndband þar sem má stöðu framkvæmdarinnar frá upphafi og þangað til í lok ágúst. 

Húsið verður eins og sívalningur í laginu. Karl Pétur segir í samtali við ruv.is að sívalningur sé nokkuð flókið form að vinna með. Þá sé bygging hússins einnig flókin tæknilega. Sérhönnuð rými verða fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á íslenskum skinnhandritum. 

Verkís sér um aðstoð á framkvæmdatíma og hafði umsjón með allri verkfræðihönnun og sá um burðarþolshönnun og loftræsi- og lagnahönnun, sjá nánar hér. 

Áætlað er að húsið verði tilbúið haustið 2023. 

Frétt Verkís: Framkvæmdir ganga vel við Hús íslenskunnar

Hús íslenskunnar ágúst 2020
hus-islenskunnar-agust-2020