03/11/2023

Yfirferð og prófanir í kringum Þorbjörn

Yfirferð og prófanir í kringum Þorbjörn

Yfirferð og prófanir í kringum Þorbjörn. Margar jarðskjálftahrinur hafa átt sér stað í kringum fjallið Þorbjörn undanfarið og er ýmislegt sem þarf að huga að í þeim aðstæðum.

Sérfræðingar Verkís hafa undanfarna daga verið við yfirferð og prófanir á varaaflskerfum og stjórnbúnaði fyrir Mílu á Þorbirni. Reglulegt eftirlit er mikilvægt svo að kerfin virki eins og til er ætlast þegar á þeim þarf að halda.

Hjá Verkís starfa sérfræðingar sem státa af breiðri þekkingu og reynslu í innkaupum, hönnun og þjónustu við vararafstöðvar.

Verkís hefur unnið að ráðgjöf og þjónustu vegna vararafstöðva fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, svo sem sjúkrahús, fjarskiptafyrirtæki, virkjanir, iðjuver og verslanamiðstöðvar.

Sjá nánari upplýsingar á þjónustusíðu Verkís

Yfirferð og prófanir í kringum Þorbjörn