Þjónusta

Vararafstöðvar

Verkís státar af breiðri þekkingu og reynslu í innkaupum, hönnun og þjónustu við vararafstöðvar.

Verkís hefur unnið að ráðgjöf og þjónustu vegna vararafstöðva fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir, svo sem sjúkrahús, fjarskiptafyrirtæki, virkjanir, iðjuver og verslanamiðstöðvar.

Fjölbreytt verkefni

Um er að ræða stórar og smáar stöðvar, frá nokkrum kW til nokkurra MW. Yfirleitt er um miklar kröfur að ræða hvað varðar val á búnaði miðað við aðstæður og álagsgerð, áreiðanleika og öryggi.

Þjónusta Verkís nær til allra þátta vararafstöðva og er þar meðal annars um að ræða byggingarvirki, díselvélar, rafala, eldsneytiskerfi, kælikerfi, útblástur, hljóðdeyfingu, rafgeyma, aflkerfi, stjórn- og varnarbúnað, hjálparbúnað og öryggisbúnað.

Á landi eru rafstöðvar aðallega notaðar til að bregðast við ef rafmagni slær út, á stöðum þar sem það getur valdið tjóni eða stofnað heilsu og lífi fólks í hættu. Stýringin skynjar þegar rafmagnið fer af, grípur inn í og ræsir rafstöðina til að útvega vararafmagn. Því næst heldur stýringin réttum snúningshraða á vélinni á meðan hún þarf að vera í gangi, líkt og sjálfskiptingin velur heppilegan gír í akstri eftir því hvort ekið er upp eða niður brekku.

Á sjó eru rafstöðvar aftur á móti alltaf í gangi, sjá til þess að orkuskilyrðum sé fullnægt og streymi orku um skipið sé viðhaldið. Þannig sjá stýringarnar til þess að vélin haldist á réttum hraða. Jafnvel þó að hlutverk rafstöðvanna sé mismunandi eftir því hvort þær eru á landi eða sjó er búnaðurinn og hönnun við stýringarnar ekki svo ólík.

Á síðustu árum hefur þróun innan sjávarútvegsins verið hröð og tækniframfarir hafa leitt af sér öruggari starfsumhverfi og betri nýtingu á verðmætustu auðlind Íslendinga. Verkís hefur tekið að sér fjölmörg verkefni í stjórnbúnaði innan sjávarútvegsins. Síðustu ár hefur Verkís meðal annars séð um stór sjálfvirkniverkefni í fiskiskipum og landvinnslu ásamt því að forrita sjálfvirkar stýringar fyrir rafstöðvar, bæði á sjó og landi.

Hlutverk rafstöðva er mismunandi eftir því hvort þær eru á landi eða sjó en búnaðurinn og hönnun við stýringarnar er ekki svo ólík.

Þjónusta

 • Útboðs- og deilihönnun
 • Útboðsgagnagerð og innkaup
 • Gerð verksamninga og verkeftirlit
 • Rekstur lögbundinna öryggisstjórnunarkerfa
 • Útreikningar á aflþörf
 • Fyrirkomulag, kæling og hljóðvist
 • Hönnun olíukerfa
 • Hönnun afldreifingar
 • Stjórnkerfi
 • Rekstur og prófanir
 • Þarfagreining

Verkefni

 • Smáralind, verslunarmiðstöð
 • Landspítalinn Fossvogi
 • Elkem málmblendi
 • Arion banki, höfuðstöðvar
 • RÚV
 • Varaaflstöð Mílu, Akureyri
 • Varaaflstöð Mílu, Mosfellsbær
 • Vararaflstöð fyrir Tryggvagötu 19
 • Vararaflstöð Mílu, Ármúli
 • Flugstöð Leifs Eiríkssonar
 • Varaflsstöð – RÚV

Tengiliðir

Kjartan Jónsson
Rafmagns- og rekstrariðnfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kj@verkis.is

Þórólfur Kristjánsson
Rafmagnstæknifræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
tok@verkis.is