Þjónusta

Svanurinn

Svansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils bygginga, neysluvöru og þjónustu.

Aukin gæði

Áhersla er lögð á að draga úr umhverfisáhrifum, sporna við hnattrænni hlýnun og tryggja að að þær efna- og byggingavörur sem fara í mannvirkið séu ekki skaðlegar fyrir heilsuna. Vottunarkerfið setur strangar kröfur um ýmsa umhverfisþætti, svo sem notkun skaðlegra efna, lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, gæði og endingu.
Sérfræðingar Verkís hafa margra ára reynslu og þekkingu á vottunarkerfi Svansins. Verkís býður upp á ráðgjöf vegna Svansvottana, verkefnisstjórn og aðstoð við hönnun samkvæmt kröfum vottunarkerfisins. Hjá Verkís er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð og góða þekkingu á stöðlum Svansins. Verkís er skráður leyfishafi fyrir Svansvottanir og getur því borið ábyrgð á og haldið utan um Svansvottun.

Lykilþættirnir í Svansvottun eru:

  • Gæði byggingarinnar eru aukin
  • Dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum
  • Byggingin verður heilnæmari og öruggari
  • Dregið er úr rekstrarkostnaði

EDP blöð

Verkís býður einnig upp á aðstoð og ráðgjöf við gerð umhverfisyfirlýsinga eða EPD blaða en algengt er að nauðsynlegt sé að sýna hver umhverfisáhrif vöru eru til þess að megi nýta hana í Svansvottaða byggingu. Lesa má nánar um EPD blöð hér.

 

Þjónusta

  • ðgjöf vegna Svansvottana 
  • Umsjón með umsóknum Svansvottana  
  • Hönnun samkvæmt kröfum Svansins

Verkefni

  • Svansvottun á endurbótum og viðbyggingu við leikskólann Fífuborg í Reykjavík
  • Svansvottun á endurbótun húsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur
  • Svansvottun á byggingu fjölbýlishúss við Áshamar í Hafnarfirði

Tengiliðir

Elín Vignisdóttir
Landfræðingur M.Sc.
Svið: Samgöngur og umhverfi
ev@verkis.is

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is