Þjónusta

Húsasótt / Mygla

Við hjá Verkís lítum á það sem okkar þjóðfélagslegu ábyrgð að taka forystu í málum sem tengjast húsasótt.

Þar sem raki, næring og rétt hitastig er fyrir hendi skapast aðstaða fyrir mygluvöxt.

Heilsan í fyrsta sæti

Öll höfum við heyrt um fólk sem flúði fárveikt úr húsum sínum sökum myglusvepps sem fannst á duldum stað. Þannig geta öfgakennd tilfelli húsasóttar verið en hins vegar eru til dæmi sem fá enga athygli, svo sem röng lýsing, of hátt hitastig eða of lítill raki, sem geta leitt til minni afkasta og lífsgæða.

Reikna má með að húsasótt sé tíðari á heimilum fólks en á vinnustöðum og eru börn viðkvæmari fyrir húsasótt en fullorðnir. Einkenni húsasóttar eru mjög einstaklingsbundin en oftast flokkast þau sem ofnæmi, erting eða eitranir. Einkennin eru oftast tengd efri hluta öndunarvegar, til dæmis astmi, erting í augum, stíflur í nefi, hósti, eða kvefleg einkenni.

Fyrstu merki um myglumyndun er þung lykt sem reynist erfitt að losna við, þrátt fyrir útloftun. Mikilvægt er að vera alltaf vakandi fyrir viðhaldi á veðrunarkápu húsa og kemur stöðugt viðhald í veg fyrir óþarfa skemmdir og getur sparað stórar fjárhæðir til lengri tíma. 

Verkís hefur yfir að ráða sérfræðingum á öllum fagsviðum verkfræðinnar sem geta greint vanda og komið með tillögur að úrbótum. Við bjóðum upp á margskonar úttektir sem tengjast húsasótt og oft eru lausnirnar bæði einfaldar og ódýrar.

Þegar kemur að heilsu fólks er ekkert verk það smátt að það verðskuldi ekki athygli.

Hér er nánar fjallað um þjónustu Verkís á þessu sviði.

Tengiliðir

Flosi Sigurðsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
fs@verkis.is

Indriði Níelsson
Byggingarverkfræðingur M.Phil. / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
in@verkis.is