Lágmörkum áhrif áfalla
Forvarnir, skjót og markviss viðbrögð eru grundvallaratriði í að tryggja sem best áfallaþol starfseminnar, árangursríka endurreisn og samfelldan rekstur.
Til að lágmarka áhrif óvæntra áfalla á starfsemina í síbreytilegu umhverfi er nauðsynlegt að eiga skilgreint ferli til undirbúnings og viðbragða í vá. Í því felst meðal annars að greina þá vá sem ógnar starfseminni, meta áhættuna, grípa til forvarna, gera viðbragðsáætlanir og þjálfa viðbrögð.
Sérfræðingar Verkís veita víðtæka ráðgjöf á sviði neyðar- og áfallastjórnunar auk þjálfunar í viðbrögðum við vá.
Einnig veitir Verkís ráðgjöf við uppbyggingu samfellustjórnunar, áhættustjórnunar og áfallaþols með hliðsjón af ISO 22301 Business Continuity Management, ISO 31000 Risk management og BS65000 Guidance on organizational resilience.
Þjónusta
- Stefnumótun og markmiðasetning
- Skipulag innri stjórnunar og samhæfing við aðra viðbragðsaðila
- Greining á vá og mat á áhrifum hennar
- Gerð viðbragðsáætlana, áhættugreining og mat
- Skipulag og framkvæmd æfinga
- Enduruppbygging eftir áfall, forvarnir og úrbætur
Verkefni
- Landsnet: Neyðarsamstarf raforkukerfisins
- Raforku-, stóriðju- og fjármálafyrirtæki: Neyðarstjórnun
- Forsætisráðuneytið: Innviðir2020
- Almannavarnir: Varnir mikilvægra innviða, Viðbrögð við flóði vegna eldgoss í Bárðarbungu