Byggingar, Samgöngur og innviðir, Umhverfi og skipulag, Orka & Iðnaður

Áhættustjórnun

Við aðstoðum fyrirtæki við að lágmarka tjón og hámarka tækifæri á öllum stigum verkefna og rekstrar fyrirtækja.

Fyrsta skrefið við að stjórna áhættu er að skilja hana og sérfræðingar Verkís aðstoða við greiningu og mat áhættu.

Greina, upplýsa, ákvarða

Við verkefnavinnu og rekstur fyrirtækja er orðinn fastur liður að beita áhættustjórnun til að lágmarka hvers konar tjón og hámarka tækifæri. Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af því að aðstoða við þetta ferli. Þau skilgreina og leiða ferlið ásamt því að vinna úr niðurstöðum. Verkís hefur reynslu af ýmsum viðurkenndum áhættugreiningar aðferðum, til dæmis HazOp, What-if eða ýmsar aðferðir sem byggjast á tölfræði eins og Monte-Carlo.

Áhættustjórnun felst einnig í því að leggja grunn að markvissum aðgerðum til að minnka áhættu eða hámarka ávinningi. Sérfræðingar hjá Verkís ráðleggja einnig um innleiðingu áhættustjórnunar í verkefni eða fyrirtæki.

Við notum kerfisbundna aðferð til að greina, upplýsa og ákvarða hvernig skuli bregðast við tækifærum og ógnum sem viðkomandi rekstur stendur frammi fyrir.

Sérfræðingar okkar beita rýniferli sem hefur að markmiði að finna og skilgreina hættur sem geta valdið slysum á starfsfólki, eignatjóni, umhverfisslysum, framleiðslutapi og öðru tjóni.

Við vitum að áhættustjórnun er mikilvæg til að lágmarka hvers konar tjón í rekstri fyrirtækja og verkefna.

Þjónusta

  • Áhættustjórnun
  • Áhættugreiningar

Verkefni

Tengiliðir

Carine Chatenay
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
cc@verkis.is

Dóra Hjálmarsdóttir

Dóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
Svið: Byggingar
dh@verkis.is