Þjónusta

Áhættustjórnun

Við aðstoðum fyrirtæki við að lágmarka tjón og hámarka tækifæri á öllum stigum verkefna og rekstrar fyrirtækja.

Fyrsta skrefið við að stjórna áhættu er að skilja hana og sérfræðingar Verkís aðstoða við greiningu og mat áhættu.

Greina, upplýsa, ákvarða

Áhættustjórnun er kerfisbundin aðferð sem beitt er þvert á líftíma verkefnisins til að greina, upplýsa og ákvarða hvernig bregðast skuli við tækifærum og ógn sem verkefni eða fyrirtæki standa frammi fyrir. Sérfræðingar okkar nota áhættustjórnun einnig til að skoða hvernig hægt sé að lágmarka áhættu eða hámarka tækifæri með mótvægisaðgerðum.

Sérfræðingar Verkís eru reynslumikil á þessu sviði. Þau kunna að beita áhættustjórnun til að taka kerfisbundið á áhættu og fara eftir skilgreindu ferli til að bregðast við þeim.

Markmið áhættustjórnunar er m.a. að tryggja samfelldan rekstur, öryggi starfsmanna og samfélags við hverjar þær aðstæður sem upp kunna að koma og stefna að ásættanlegri afkomu á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættuþátta í rekstrinum.

Þjónusta

  • Áhættustjórnun
  • Áhættugreiningar og áhættumat
  • Áhættu- og áfallaþolsgreiningar
  • Áhættustjórnunarkerfi
  • Umhverfisáhættugreiningar
  • Hönnun öryggisstjórnunarkerfa (vinnuvernd)
  • HazOp

Verkefni

Tengiliðir

Carine Chatenay
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
cc@verkis.is

Dóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
Svið: Byggingar
dh@verkis.is