Þjónusta

Stjórnkerfi

Verkís tekur að sér verkefni af öllum stærðum og gerðum þegar kemur að stjórnkerfum.

Starfsfólk Verkís veitir þjónustu á gerð sjálfvirkra stjórn- og eftirlitskerfa í mannvirkjum, hönnun og/eða forritun.

Traustur grunnur

Um er að ræða allt frá einföldum ljósastýringakerfum til flókinna kerfa með iðntölvum og skjágæslukerfum. Umfang verkefna hefur verið allt frá hönnun kerfa í heimilum og upp í allar stærðir fyrirtækja eins og sjúkrahús, orkumannvirki, skóla-, verslunar-, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði. Ekkert verkefni er of lítið eða of stórt fyrir okkar færustu sérfræðinga.

Meðal þjónustuþátta eru áhættu- og þarfagreining, iðntölvur og sjálfvirkni, stjórn- og hússtjórnarkerfi, skjágæslukerfi og þjarkar.

Starfsfólk Verkís hefur reynslu í forritun iðntölva og skjágæslukerfa sem hafa hannað stjórnkerfi fjölmargra virkjana og iðnfyrirtækja sem og stjórnkerfi bygginga og mannvirkja, meðal annars svokölluð hússtjórnarkerfi.

Við byggjum á traustum grunni og tvinnum saman reynslu, þekkingu og fagmennsku við hönnun stjórnkerfa. Við leggjum mikla áherslu á að fylgjast með nýjustu tæknilausnum til að tryggja farsæld hvers verkefnis og hlustum á þarfir verkkaupa hverju sinni. Af því erum við stolt.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Birgir Hauksson
Rafmagns- og rekstrariðnfræðingur
Svið: Byggingar
bih@verkis.is

Þórólfur Kristjánsson
Rafmagnstæknifræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
tok@verkis.is