Sjálfvirk stýrikerfi
  • Sjalfvirk-styrikerfi

Sjálfvirk stýrikerfi

Iðnaðarsvið Verkís sérhæfir sig í verkfræðiþjónustu við þarfagreiningu, hönnun og forritun sjálfvirkra stjórnkerfa.

Fyrirtækið er sterkt í því að koma að verkefnum með öðrum hönnuðum og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á fjölmörgum tegundum eftirlits- og stjórnkerfa ásamt tilheyrandi jaðarbúnaði. 

Þegar óskað er eftir fylgjum við hönnun okkar eftir með úttekt, prófunum og gangsetningu stýrikerfanna. Við leggjum mikinn metnað í að afurðir okkar séu jafnan einsleitar og ekki síst nákvæmar með því að nota nýjustu tækni bæði er varðar teikningar, gagnagrunnsvinnslu og forritun. Breið þekking fyrirtækisins á stjórnkerfum byggir á fjölmörgum verkefnum sem starfsmenn, sem eru vanir að vinna með stýrivélar (PLC) og skjámyndakerfi (SCADA) frá helstu iðnframleiðendum sbr. ABB, Allen Bradley/Rockwell Automation, Schneider, Siemens og fl., hafa komið að.

 

Tengiliður:
Bjarni Bjarnason - Rafmagnstæknifræðingur
bb@verkis.is

Þjónusta

  • Hönnun stjórnkerfisteikninga (e-cad)
  • Hönnunarforsendur stýrikerfa
  • Forritun stýrivéla og hönnun kerfismynda
  • Forritun skjámyndakerfa (SCADA)
  • Gerð merkjalista og kerfislýsinga
  • Prófanir, úttekt og gangsetning kerfa