Neyðar- og áfallastjórnun

Neyðar- og áfalla­stjórnun

 • Eldgos

Er þín starfsemi viðbúin óvæntum áföllum ?

Óvænt áföll af ýmsum toga geta valdið miklu tjóni í starfsemi fyrirtækja og stofnana og jafnvel orðið til þess að hætta verður starfsemi. Forvarnir, skjót og markviss viðbrögð eru grundvallaratriði í að tryggja sem best áfallaþol starfseminnar, árangursríka endurreisn og samfelldan rekstur.

Til að lágmarka áhrif óvæntra áfalla á starfsemina í síbreytilegu umhverfi er nauðsynlegt að eiga skilgreint ferli til undirbúnings og viðbragða í vá. Í því felst m.a. að greina þá vá sem ógnar starfseminni, meta áhættuna, grípa til forvarna, gera viðbragðsáætlanir og þjálfa viðbrögð.

Sérfræðingar Verkís veita víðtæka ráðgjöf á sviði neyðar- og áfallastjórnunar auk þjálfunar í viðbrögðum við vá.

Einnig veitir fyrirtækið ráðgjöf við uppbyggingu samfellustjórnunar, áhættu­stjórnunar og áfallaþols með hliðsjón af ISO 22301 Business Continuity Management, ISO 31000 Risk management og BS65000 Guidance on organizational resilience.

Dóra Hjálmarsdóttir

 • Dóra Hjálmarsdóttir
 • ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®

 • Svið: Byggingar
 • dh@verkis.is

Eiríkur K. Þorbjörnsson

 • Eiríkur K. Þorbjörnsson
 • Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc. / Viðskiptastjóri

 • Svið: Byggingar
 • ekt@verkis.is

Þjónusta

 • Stefnumótun og markmiðasetning
 • Skipulag innri stjórnunar og samhæfing við aðra viðbragðsaðila
 • Greining á vá og mat á áhrifum hennar
 • Gerð viðbragðsáætlana, áhættugreining og mat
 • Skipulag og framkvæmd æfinga
 • Enduruppbygging eftir áfall, forvarnir og úrbætur