Þjónusta

Brunavarnir – Gróðureldar

Vegna aukins vaxtar gróðurs og hlýnandi loftslags eru gróðureldar ný vá á Íslandi. Meðvitund um þessa nýju vá hefur farið vaxandi.

Mikilvægt er því að huga að brunavörnum vegna gróðurelda, jafnt á rótgrónum svæðum sem nýjum.

Verum meðvituð

Við skipulag skógar-, útivistar-, tjald- og frístundahúsasvæða þarf að huga að að brunavörnum vegna gróðurelda í samræmi við skipulagsreglur. Tryggja þarf meðal annars vatnsöflun, trausta vegi, flóttaleiðir og örugg svæði.

Á eldri svæðum er oft endurbóta þörf þar sem vegir, sem oft enda í botnlanga, eru lítið undirbyggðir og mjóir, skortur er á slökkvivatni, flóttaleiðir og örugg svæði óljós. Skipuleggja þarf einnig viðbrögð við gróðureldum á svæðunum, gera rýmingaráætlanir og útvega nauðsynlegan búnað.

Unnið hefur verið ötullega að upplýsingagjöf um málefnið á vegum stýrihóps Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í gegnum vefsíðuna www.grodureldar.is sem og heimasíðu stofnunarinnar og átakið Eldklár.

Aðkoma Verkís

Verkís veitir sveitarfélögum, landeigendum, sumarhúsafélögum, umsjónaraðilum sumarhúsasvæða og einstaklingum ráðgjöf varðandi skiplag svæða og gróðurs, forvarna og viðbragða vegna gróðurelda. Auk þess starfar sérfræðingur Verkís með stýrihópi HMS.

Þjónusta

  • Skipulag svæða og gróðurs m.t.t. brunavarna
  • Leiðbeiningar um forvarnir og viðbrögð
  • Kortagerð og flóttaleiðateikningar svæða
  • Hagnýt ráð til sumarhúsaeigenda vegna gróðurelda

Verkefni

Tengiliðir

Dóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
Svið: Byggingar
dh@verkis.is