Þjónusta
Blágrænar ofanvatnslausnir
Með blágrænum ofanvatnslausnum er hægt að létta á fráveitukerfum.
Sífellt fleiri borgir og bæir í heiminum nýta sér þessa leið.
Þjónusta
Með blágrænum ofanvatnslausnum er hægt að létta á fráveitukerfum.
Sífellt fleiri borgir og bæir í heiminum nýta sér þessa leið.
Með blágrænum ofanvatnslausnum er ofanvatni í þéttbýli veitt á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitu með pípukerfi og líkja þannig eftir náttúrulegri hringrás vatns. Sérfræðingar okkar brenna fyrir spennandi lausnum og leiðbeina við mótun, skipulag og útfærslu blágrænna ofanvatnslausna. Bæði er hægt að leggja upp með blágrænar ofanvatnslausnir í nýjum hverfum en einnig nýta þær þegar endurnýja þarf fráveitukerfi í gömlum hverfum.
Við vitum nefnilega að blágrænar ofanvatnslausnir fela í sér ýmsa kosti. Þær auka getu byggðar til að takast á við meiri öfgar í veðurfari, eða aukna úrkomu sem getur fylgt loftlagsbreytingum. Umhverfi í bæjum og borgum verður heilbrigðara og stofn- og rekstrarkostnaður fráveitukerfa getur minnkað með notkun þeirra.
Til að innleiðing lausnanna sé sem farsælust mæla sérfræðingar okkar eindregið með þverfaglegu samstarfi í skipulags-, fráveitu- og umhverfismálum.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir
Landslagsarkitekt / Hópstjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
ebk@verkis.is
Sigurður Grétar Sigmarsson
Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
sgrs@verkis.is