Þjónusta

Endurheimt votlendis

Með endurheimt votlendis snýst ferlið við og binding kolefnis hefst á ný í jarðveginum.

Verkís veitir ráðgjöf til sveitarfélaga og fyrirtækja vegna endurheimtar votlendis og gerð aðgerðaáætlana í þeim tilgangi.

Aftur í sama horf

Stórum hluta votlendis á láglendi hefur verið raskað með framræslu en um og eftir miðja síðustu öld styrkti ríkið slíkar framkvæmdir. Grafnir voru 34 þúsund km af skurðum sem röskuðu um 4.200 km2 lands.

Jarðvegur votlendis er mjög kolefnisríkur. Kolefni safnast saman í jarðvegi mýrlendis vegna þess að þar eru aðstæður vatnsmettaðar og súrefnissnauðar. Það eru aðstæður óhliðhollar rotverum og sá lífræni massi sem að fellur til ár hvert brotnar ekki niður nema að litlu leyti en safnast þess í stað upp.

Við framræslu votlendis lækkar vatnsyfirborð, jarðhiti hækkar og súrefni verður aðgengilegt. Það verður til þess að lífrænt efni, sem safnast hefur upp árhundruðunum saman, tekur að brotna niður með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda. Við endurheimt votlendis snýst þetta ferli við og nettó binding kolefnis hefst að nýju.

Framræst votlendi ber talsverða ábyrgð á losun á CO2 á Íslandi. Þess vegna er endurheimt votlendis öflug leið í baráttunni við loftlagsbreytingar. Við það að landið blotni aftur upp á nýtt við lokun skurða verða margvíslegar breytingar. Votlendisgróður tekur við af þurrlendisgróðri og samsetning fuglafánunnar breytist.

Þjónusta

  • Heildarskipulag fyrir endurheimt votlendis með stærri skipulagsheildir
  • Ráðgjöf til sveitarfélaga og einkaaðila um framkvæmd endurheimtar
  • Aðgerðaáætlanir

Verkefni

  • Endurheimt votlendis í Úlfarsárdal
  • Katanestjörn
  • Urriðakotsvatn
  • Kasthúsatjörn Álftanesi

Tengiliðir

Arnór Þórir Sigfússon
Dýravistfræðingur Ph.D.
Svið: Samgöngur og umhverfi
ats@verkis.is

Þórhildur Guðmundsdóttir
Byggingarverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
tg@verkis.is