Þjónusta
Umhverfisyfirlýsing vöru (EPD blað)
EPD stendur fyrir Environmental Product Declaration og þýðist á íslensku sem umhverfisyfirlýsing vöru.
Þjónusta
EPD stendur fyrir Environmental Product Declaration og þýðist á íslensku sem umhverfisyfirlýsing vöru.
EPD er skjal sem gefur upplýsingar um umhverfisáhrif vöru á líftíma hennar út frá lífsferilsgreiningu (LCA). Þessi skjöl eru yfirfarin og vottuð af óháðum þriðja aðila.
Umhverfisyfirlýsingar verða sífellt mikilvægari fyrir framleiðendur vara þar sem ríkari kröfur eru á að slík skjöl séu til fyrir umhverfisvottanir.
Gerð umhverfisyfirlýsingar er unnin samkvæmt stöðlum og reglugerðum og tryggir því upplýsingar um umhverfisáhrif vörunnar séu samanburðarhæfar við aðrar sambærilegar vörur. Þessi skjöl eru því mikilvæg til að lágmarka grænþvott.
Verkís getur útbúið umhverfisyfirlýsingar og haft samskipti við vottunaraðila til að klára vottunarferli og útgáfu.
Anna Ingvarsdóttir
Efnaverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
ai@verkis.is
Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is