Þjónusta

Lagnir í iðnaði

Verkís veitir ráðgjöf á sviði lagna og lagnakerfa fyrir iðnað. 

Lagnir sem fylgja iðnaði eru af ýmsum toga. Þar má nefna þrýstiloftskerfi, kælivatnslagnir, þéttflæðikerfi, gaskerfi og aðrar iðnaðarlagnir.

Við höfum lausnirnar

Sérfræðingar okkar búa yfir þekkingu og reynslu til að veita heildstæða ráðgjöf og sinna eftirliti lagnakerfa í iðnaði, jafnt þungum sem léttum.

Þrýstiloftskerfum fylgja iðnaðarloftpressur, loftkælar og þurrkarar, stórir loftgeymar og annar búnaður, sem standast skal ströngustu öryggiskröfur, kröfur til endingar og auðveldrar stjórnunar og viðhalds.

Þéttflæðikerfi flytja þurrefni með hjálp þrýstilofts langar vegalengdir.
Þessum lagnakerfum fylgja ýmis konar efnisflutningatæki, stórir og litlir geymar, síubúnaður, efnissendingabúnaður, stjórnbúnaður og fleira.

Kælivatnslagnir fyrir þungaiðnað flytja mikið magn kælivatns um langa leið með hjálp dælubúnaðar, síubúnaðar og stjórnbúnaðar.

Gaskerfi eru lagnakerfi sem eru lögð í jörð og einnig inni í iðnaðarbyggingum. Þessi lagnakerfi verða að vera þannig úr garði gerð að þurfa lítið viðhald, vera alveg laus við leka og þurfa sérstakar úttektir vinnueftirlits.

Þá má nefna aðrar iðnaðarlagnir eins og kælikerfi með öðrum kælimiðli en vatni og olíuþrýstikerfi sem látin eru knýja ýmsan vélbúnað.

Þjónusta

  • Þrýstiloftveitur og lagnir
  • Kælivatns- og sjólagnir
  • Vökva- og þéttflæðikerfi
  • Gaskerfi og lagnir
  • Lagnir fyrir efnaiðnað
  • Gufulagnir og olíulagnir
  • Loftræsing

Tengiliðir

Hannibal Ólafsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
ho@verkis.is

Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is