07/03/2022

Heilbrigðisvísindasviðs HÍ

Heilbrigðisvísindasviðs HÍ
Nýr Landspítali ohf. (NLSH)

Heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur fyrir hönd Háskóla Íslands (HÍ) tekið tilboði Verkís hf., John Cooper Architecture og TBL arkitekta ehf. í fullnaðarhönnun á húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (HVS) sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.

Um var að ræða lokað útboð fyrir þá hönnunarhópa sem höfðu staðist undangengið forval. Tilboðin voru metin út frá gæðum framlagðar tillögu og verði
og var tilboð Verkís það sem flest stig hlaut samkvæmt valforsendum útboðslýsingar.

Markmið verkefnisins er að starfsemi HVS verði komið fyrir á einum stað/svæði, þ.e. á lóð Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), Hringbrautarreit. Læknagarður verður endurgerður og reist verður nýbygging sem tengist Læknagarði.

Húsnæðið verður sérhannað miðað við þarfir sviðsins og starfsemin sameinuð á einum stað. Kennslu- og rannsóknaaðstaða verður bætt og færð í nútímalegt horf, samnýting og sveigjanleiki verður aukinn til muna. Eirberg verður nýtt áfram að mestu óbreytt, t.d. undir kennslu, færniíbúðir og nemendaaðstöðu.

Heimsmarkmið

Heilbrigðisvísindasviðs HÍ
Nýr Landspítali ohf. (NLSH)