16/05/2022

Hlutverk rafeldsneytis í orkuskiptum: Staðan í dag

Rafeldsneyti morgunverðarfundur
mynd-fyrir-vidburd-a-fb-id-276246

Rafeldsneyti hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Verkís hefur ákveðið að standa fyrir morgunverðarfundi þar sem við leitumst ivð að fjalla um málefnið á aðgengilegan hátt.

Í tilefni af 90 ára afmæli Verkís ætlum við að halda nokkra morgunverðarfundi yfir árið. Starfsfólk okkar miðlar af þekkingu sinni og reynslu og fáum við einnig til okkar lykilfólk til að segja frá.

Dagskrá

Kl. 9.00 – 9.10 Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, opnar fundinn
Kl. 9.10 – 9.25 Af hverju eru allir að tala um rafeldsneyti? Sveinn I. Ólafsson, viðskiptaþróun hjá Verkís
Kl. 9.25 – 9.40 Rafeldsneyti: Fortíð og framtíð Ómar Sigurbjörnsson, CRI (Carbon Recycling International)
Kl. 9.40 – 9.55 Orkuskipti: Hvað þarf til? Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðisdeildar HR
Kl. 9.55 – 10.10  Umfang orkuskipta og hlutverk stjórnvalda Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, verkefnisstjóri orkuskipta hjá Orkustofnun
Kl. 10.10 – 10.30 Umræður

Fundarstjórn: Anna Ingvarsdóttir, efnaverkfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.

Skráning á viðburðinn

Viðburðurinn á Facebook. 

Fyrsti morgunverðarfundur afmælisársins:
Vel sóttur morgunverðarfundur um skipulag og náttúruvá | Fréttir | www.verkis.is

 

Heimsmarkmið

Rafeldsneyti morgunverðarfundur
mynd-fyrir-vidburd-a-fb-id-276246