21/09/2021

Hugvekja um sjálfbærni mannvirkja

Sjálfbærni bygginga
Sjálfbærni bygginga

Sérfræðingar Verkís í sjálfbærni tóku saman pistilinn Hugvekja um sjálfbærni mannvirkja í tilefni af viku vistvænnar mannvirkjagerðar (e. World Green Building Week).

Lesa pistil hér.
Vikan er dagana 20. – 24. september og haldin um allan heim til að vekja athygli á áhrifum byggingariðnaðarins á vistkerfi jarðar og heilsu fólks og hvernig sjálfbærari byggingariðnaður getur lagt sitt af mörkum til að lágmarka neikvæð áhrif.

Verkís nýtir sérþekkingu sína til að bjóða upp á sjálfbærari lausnir til framtíðar. Við skuldbindum okkur til að taka ákvarðanir í dag sem stuðla að því að hið byggða umhverfi sé traust, standist gæða-, öryggis- og umhverfiskröfur, minnki sóun og bæti velsæld samfélagsins okkar.

Verkís hefur nýlega styrkt þann flotta hóp sérfræðinga sem starfar að sjálfbærnimálum innan fyrirtækisins með ráðningu þeirra Mörtu Rósar Karlsdóttur og Þóreyjar Eddu Elísdóttur.

Marta Rós er vélaverkfræðingur og fagleiðtogi sjálfbærni hjá Verkís. Marta Rós varði nýverið doktorsritgerð sína í vélaverkfræði sem fjallaði um nýtingu háhita til orkuframleiðslu í ljósi loftslags- og orkustefnu ESB – Umhverfisáhrif lífsferils og frumorkuþörf.

Þórey Edda er umhverfis- og byggingarverkfræðingur. Hún gegnir formennsku í fagráði Smávirkjanasjóðs SSNV, er varamaður í stjórn Byggðastofnunar og varamaður í sveitastjórn Húnaþings vestra.

Þjónusta Verkís: Sjálfbærni mannvirkja.

Heimasíða WGBW: World Green Building Week 2021.

Heimsmarkmið

Sjálfbærni bygginga
Sjálfbærni bygginga