01/12/2022

Nemendur í tækniteiknun heimsóttu Verkís

Nemendur í tækniteiknun í Tækniskólanum.

Í október fengum við heimsókn frá nemendum Tækniskólans sem leggja stund á tækniteiknun. Hópurinn fékk kynningu á starfsemi Verkís og síðan sögðu þær Stefanía Marta Jónasdóttir og Edda Svavarsdóttir, tækniteiknarar á Orku- og iðnaðarsviði, þeim frá starfi sínu.

Rut Bjarnadóttir, orkuverkfræðingur, sagði hópnum frá hönnun og stækkun jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi og gátu þau síðan skoðað hönnunina í þrívídd með sýndarveruleikagleraugum. Að lokum skoðuðu þau vinnuaðstöðuna í Ofanleiti. Við þökkum þessum flotta hópi kærlega fyrir komuna.

Nemendurnir skoðuðu hönnun Svartsengis.

Heimsmarkmið

Nemendur í tækniteiknun í Tækniskólanum.