30/11/2021

Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ

Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ
Vatnstankur í Mosfellsbæ

Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ. Verkís sá um byggingarstjórn og eftirlit við nýjan vatnstank í Mosfellsbæ sem nýlega var tekinn í notkun.

Tankurinn er staðsettur í norðurhlíð Úlfarsfells og var verkinu skipt í þrjá áfanga, þar sem fyrsti og annar áfangi var vegagerð og jarðvinna. Sprengt var fyrir tankinum og honum komið fyrir sem mest neðan jarðar til að fella hann sem best inn í landslagið.

Þriðji áfangi var uppsteypa og fullnaðarfrágangur að utan og innan auk smíði og uppsetningu lagna og lokabúnaðar í lokahúsi, ásamt landmótunar í verklok.

Byggingin er tvískipt, sjálfur vatnstankurinn sem er 23 m í þvermál með 7 m lofthæð og lokahús 10×10 m að grunnfleti með 8 m lofthæð.

Uppsteypa hófst um miðjan júlí 2020 og lauk verkinu í október 2021 og verktaki var Alefli ehf.

Verkís óskar Mosfellsbæ til hamingju með þennan nýja vatnstank sem kemur til með að bæta rekstraröryggi vatnsveitunnar mikið.

Vatnstankur Mosfellsbær
Unnið að járnbendingu botnsplötu vatnstanks.

Heimsmarkmið

Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ
Vatnstankur í Mosfellsbæ