13/01/2023

Stöð 2 ræddi við Darío vegna lýsingar í borginni

Darío Gustavo Núñez Salazar, lýsingarhönnuður og arkitekt hjá Verkís

Rætt var við Darío Gustavo Núñez Salazar, lýsingarhönnuð og arkitekt hjá Verkís, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Til umræðu var 32 fermetra ljósaskilti verslunar í Austurstræti sem var fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar en skiltið fékk þar að auki ekki byggingarleyfi.

Darío telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu og að skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Hann segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni.

Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar – Vísir (visir.is)

Darío Gustavo Núñez Salazar, lýsingarhönnuður og arkitekt hjá Verkís