20/10/2021

Sundlaugaráðstefna í Noregi

Starfsfólk OPVConsulting, dótturfyrirtæki Verkís í Noregi

Í dag, miðvikudaginn 20. október, hófst sundlaugaráðstefnan Badeteknisk.

Að þessu sinni sér starfsfólk OPVConsulting, dótturfyrirtækis Verkís í Noregi um að standa vaktina fyrir okkur á ráðstefnunni.

Ráðstefnan er haldin í Hamar í Noregi, þar sem fagaðilar koma saman og fjalla um allt sem lítur að undirbúningi, hönnun, byggingu og rekstri sundlauga.

Verkís og OPV hafa komið að ýmsum sundlaugamannvirkjum undanfarin ár, þar má nefna sundhöllina í Holmen í Noregi, sundlaug inn í fjalli í Sisimiut á Grænlandi og sundlaug í Stapaskóla í Reykjanesbæ.

Sjá nánar um ráðstefnuna hér.

Heimsmarkmið

Starfsfólk OPVConsulting, dótturfyrirtæki Verkís í Noregi