01/11/2021

Verkís styrkir starfsemi sína á Norðurlandi

Mynd frá undirskriftinni; Bjarni Þór Einarsson frá Ráðbarði, Þórey Edda Elísdóttir, Ari Guðmundsson og Ragnar Bjarnason frá Verkís.

Í september sl. opnaði Verkís starfsstöð á Hvammstanga með ráðningu Þóreyjar Eddu Elísdóttur, umhverfisverkfræðings. Starfsstöðin er sú ellefta sem Verkís opnar á landsbyggðinni.

Í síðustu viku styrkti Verkís starfsemi sína á Norðurlandi enn frekar með undirskrift viljayfirlýsingar við Ráðbarð sf. um að nýta slagkrafta hvors fyrirtækis fyrir sig til jákvæðs þjónustuframboðs á svæðinu með samstarfi.

Samstarfið felst meðal annars í því að aðilar vísa verkefnum á hvorn annan eftir sérhæfingu eða vinnur verk fyrir hvorn annan ef slíkt hæfir eða hentar þeim aðilum sem að verkinu koma.

Verkís mun leigja landmælingatæki af Ráðbarði og kaupa þar prentþjónustu.

Ráðbarður sf. býður alhliða ráðgjöf og verkfræðiþjónustu á öllum stigum byggingaframkvæmda. Fyrirtækið getur einnig veitt ýmsa ráðgjöf og verkfræðiþjónustu á sviðum umhverfismála.

Sjá nánar um fyrirtækið Ráðbarð sf.

Sjá nánar um starfsstöðvar Verkís um allt land.

Heimsmarkmið

Mynd frá undirskriftinni; Bjarni Þór Einarsson frá Ráðbarði, Þórey Edda Elísdóttir, Ari Guðmundsson og Ragnar Bjarnason frá Verkís.