28/02/2023

Verkís tekur þátt í Starfamessu á Akureyri 

Útibú Verkís á Akureyri.
Útibú Verkís á Akureyri.

Föstudaginn 3. mars nk. verður Starfamessa haldin á Akureyri. Þar munu nemendur 9. og 10. bekkja á Akureyri og nágrenni kynna sér fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, eða um 700 nemendur.

Verkís er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í Starfamessunni og munu þeir Jakob Logi Gunnarsson og Daníel Starrason standa vaktina og spjalla við gesti. Jakob Logi er með sveinspróf í rafvirkjun og B.Sc. í rafmagnstæknifræði og starfar á Orku- og iðnaðarsviði Verkís. Daníel er með B. Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði og starfar á Starfsstöðvasviði Verkís. Jakob Logi og Daníel vinna báðir í útibúi Verkís á Akureyri.

.

Á Norðurlandi og Norðurlandi vestra er Verkís með útibú á Akureyri og starfsstöðvar á Sauðárkróki, Blönduósi, Hvammstanga og Húsavík.

Starfamessan er haldin í Háskólanum á Akureyri og stendur yfir frá kl. 9 – 12. Nemendur geta kynnt sér störf sem unnin eru innan fyrirtækjanna eða stofnananna og hvaða færni og/eða menntun þarf til þess að vinna störfin. Með því gefst nemendunum tækifæri til að kynna sér fjölbreytt og spennandi störf í heimabyggð og leggja þannig grunninn að menntun sinni í framtíðinni.

Við hlökkum til að taka þátt í Starfamessunni á Akureyri og hvetjum gesti til að líta við hjá okkur.

Yfir 350 manns starfa hjá Verkís og vinna að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Menntun og reynsla starfsfólksins er fjölbreytt og eru innan raða okkar m.a. verkfræðingar og tæknifræðingar á ýmsum sviðum, iðnfræðingar, byggingafræðingar, húsasmiðir, rafvirkjar, dýravistfræðingur, fiskifræðingur, skipulagsfræðingar, jarðfræðingar, landfræðingar, tækniteiknarar, landslagsarkitektar, lýsingarhönnuðir, bókasafnsfræðingur og svo mætti lengi telja.

Heimsmarkmið

Útibú Verkís á Akureyri.
Útibú Verkís á Akureyri.