Verkís tók þátt í Samorkuþingi
Verkís tók þátt í Samorkuþingi sem fór fram á Akureyri dagana 9.-10. maí sl. Starfsfólk flutti sex erindi og stóð vaktina á bás Verkís. Erindunum var vel tekið, mikil og góð umræða skapaðist eftir að þau voru flutt og höfðu ráðstefnugestir mikinn áhuga á efni þeirra.
Þrjú erindanna voru flutt á þremur mismunandi málstofum og hin þrjú undir liðnum erindi sýnenda.
Málstofur:
Fráveitur: Framkvæmdir framundan
Áætlanir um meðhöndlun ofanvatns: Frumhönnun fráveitukerfa í stóra samhenginu
Ágúst Elí Ágústsson, umhverfisverkfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.
Fullnýting auðlindastrauma
Iðnaðarhitaveita á háhitasvæði
Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís.
Innviðir og náttúruvá
Áskoranir við skipulagsgerð á lágsvæðum
Erla Bryndís Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís
Erindi sýnenda:
Stífluöryggi: Hönnun, vöktun og viðhald
Unnar Númi Almarsson, B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði á Orku- og iðnaðarsviði Verkís.
Kerfisgreining hitaveitu: Grímsnesveita
Eyþór Sigurðsson, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði hjá Verkís.
Kerfismyndir (P&ID) nútímans og gagnsemi þeirra
Kjartan Steinar Gíslason, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís
Efsta myndin er af Unnari Núma Almarssyni að flytja erindi sitt.