17/05/2022

Verkís tók þátt í Samorkuþingi

Verkís tók þátt í Samorkuþingi
Unnar Númi Almarsson flytur erindi sitt á Samorkuþingi.

Verkís tók þátt í Samorkuþingi sem fór fram á Akureyri dagana 9.-10. maí sl. Starfsfólk flutti sex erindi og stóð vaktina á bás Verkís. Erindunum var vel tekið, mikil og góð umræða skapaðist eftir að þau voru flutt og höfðu ráðstefnugestir mikinn áhuga á efni þeirra.

Þrjú erindanna voru flutt á þremur mismunandi málstofum og hin þrjú undir liðnum erindi sýnenda.

Málstofur: 

Fráveitur: Framkvæmdir framundan
Áætlanir um meðhöndlun ofanvatns: Frumhönnun fráveitukerfa í stóra samhenginu
Ágúst Elí Ágústsson, umhverfisverkfræðingur á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.

Fullnýting auðlindastrauma
Iðnaðarhitaveita á háhitasvæði
Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís.

Innviðir og náttúruvá
Áskoranir við skipulagsgerð á lágsvæðum
Erla Bryndís Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís

Erindi sýnenda:

Stífluöryggi: Hönnun, vöktun og viðhald
Unnar Númi Almarsson, B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði á Orku- og iðnaðarsviði Verkís.

Kerfisgreining hitaveitu: Grímsnesveita
Eyþór Sigurðsson, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði hjá Verkís.

Kerfismyndir (P&ID) nútímans og gagnsemi þeirra
Kjartan Steinar Gíslason, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís

Kjartan Steinar Gíslason Samorkuþing 2022
Kjartan Steinar Gíslason flytur erindi sitt.
Þorleikur Jóhannesson Samorkuþing 2022
Þorleikur Jóhannesson flytur erindi sitt.
Eyþór Sigurðsson Samorkuþing 2022
Eyþór Sigurðsson flytur erindi sitt.
Ágúst Elí Ágústsson Samorkuþing 2022
Ágúst Elí Ágústsson flytur erindi sitt.
Bás Verkís á Samorkuþingi 2022
Bás Verkís á Samorkuþingi

Efsta myndin er af Unnari Núma Almarssyni að flytja erindi sitt. 

Heimsmarkmið

Verkís tók þátt í Samorkuþingi
Unnar Númi Almarsson flytur erindi sitt á Samorkuþingi.