25/10/2021

World Geothermal Congress, WGC 2020+1

WGC básinn

Verkís tekur þátt í alþjóðlegu jarðvarmaráðstefnunni WGC, World Geothermal Congress, sem hófst í gær, sunnudag og stendur yfir dagana 24. – 27. október.

Ráðstefnan er rafræn og haldin í Hörpu þar sem Verkís tekur þátt í Íslandsbás á vegum Green by Iceland og Iceland Geothermal, ásamt fjölda íslenskra fyrirtækja á sviði jarðvarma. Sjá nánar um fyrirtækin hér.

Á ráðstefnuna mæta sérfræðingar hvaðan af úr heiminum til að miðla þekkingu sinni og reynslu í formi fyrirlestra og kennslu. Ráðstefnan er haldin á fimm ára fresti í mismunandi löndum og um tvö þúsund gestir eru skráðir í ár. Mun rúmur helmingur vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegnum fjarfundarbúnað.

Þorleikur Jóhannesson, viðskiptastjóri á sviði jarðvarma hjá Verkís, tók þátt í kennslu um helgina þar sem fjallað var um nýtingu og hönnun jarðhitaauðlinda á lághitasvæðum á Íslandi, sem eru mikilvæg stoð í íslensku samfélagi. 

Marta Rós Karlsdóttir, fagleiðtogi sjálfbærni hjá Verkís, tekur þátt í pallborðsumræðum á morgun þriðjudag, þar sem fjallað verður um beina nýtingu jarðhita og hlutverk þess í orkuskiptum.Frétt á Vísir: Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu.

Heimsmarkmið

WGC básinn