06/12/2022

Yngri ráðgjafar heimsóttu HR

Bergrós Arna Sævarsdóttir, Hlín Vala Aðalsteinsdóttir og Jóhann Björn Jóhannsson,

Fulltrúar Yngri ráðgjafa, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, kynntu störf félagsins fyrir nemendum á fyrsta ári í iðn- og tæknifræði við Háskóla Reykjavíkur í síðustu viku.

Hlín Vala Aðalsteinsdóttir, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís, situr í stjórn Yngri ráðgjafa. Hún tók þátt í kynningunni ásamt tveimur öðrum í stjórninni. Þau sögðu meðal annars frá starfsemi Yngri ráðgjafa, sínum daglegu og fjölbreyttu störfum hjá verkfræðistofunum og sýndu kynningarmyndband sitt sem útbúið var fyrr á árinu. Þau sögðu einnig frá vísindaferðum á vegum Yngri ráðgjafa sem hafa verið vel sóttar.

Þau sögðu einnig frá Instagram síðu sinni yngriradgjafar en hún inniheldur efni frá daglegum störfum ungra verkfræðinga og voru nemarnir hvattir til að fylgjast með síðunni.

Yngri ráðgjafar – kynningarmyndband from Samtök iðnaðarins on Vimeo.

Yngri ráðgjafar með kynningu fyrir nemendur í HR | Fréttasafn | Samtök iðnaðarins – íslenskur iðnaður (si.is)

Heimsmarkmið

Bergrós Arna Sævarsdóttir, Hlín Vala Aðalsteinsdóttir og Jóhann Björn Jóhannsson,