Þjónusta

Gæðastjórnun og úttektir

Gæðastjórnun á að knýja fram öguð vinnubrögð á hvaða vinnustað sem er.

Verkís aðstoðar fyrirtæki sem vilja nýta aðferðafræði gæðastjórnunar við að aga vinnubrögð, bæta samkeppnishæfni og ná betri árangri í rekstri.

Gæði í fyrirrúmi

Gæðastjórnun á að vera einföld og upplýsandi, jafnt fyrir stjórnendur, starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja. Allir sem eiga hlut að máli eiga að þekkja sína ábyrgð og skyldur með gæðastjórnun að vopni. Til lengri tíma litið á gæðastjórnun og úttektir að hámarka afköst og getu og lágmarka tíma sem fer í óþarfa.

Með kerfisbundinni nálgun eru skilgreindir og skrifaðir fastmótaðir vinnuferlar með það að markmiði að mæta framsettum kröfum og væntingum viðskiptavina á sem hagkvæmastan hátt. Alþjóðlegir staðlar um stjórnunarkerfi setja fram kröfur þeirra, þar á meðal eru ISO 9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnun og ISO 45001 um öryggisstjórnun.

Verkís tekur einnig að sér gæðastjórnun og gæðaeftirlit í verklegum framkvæmdum þar sem unnin er gæðahandbók eða gæðaviðmið verkefnisins, vinnuferlar og kröfur til birgja eru skilgreindar og eftirlit er haft með að afhending efnis og búnaðar sé í samræmi við skilgreindar kröfur.

Með góðri gæðastjórnun vita allir sem eiga hlut að máli upp á hár hverjar skyldur þeirra eru og hvar ábyrgð þeirra liggur.

Þjónusta

  • Rýni á ferlum, stöðumat og gæðahandbækur
  • Mótun stjórnkerfis og samþætting kerfa
  • Úttekt með hlýtingu og innri úttektir
  • Uppbygging ferla sem uppfylla staðla
  • Umbætur, framþróun og ferilstjórnun

Tengiliðir

Susanne Freuler
Matvælaverkfræðingur / Vörustjórnun B.Sc.
Svið: Orka og iðnaður
suf@verkis.is

Örn Steinar Sigurðsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
oss@verkis.is