Þjónusta
Hönnunarstjórnun
Góð stjórnun hönnunar leggur grunninn að vel heppnaðri og árekstralausri framkvæmd.
Sérfræðingar Verkís hafa áralanga reynslu af hönnunarstjórnun og fylgja verkum eftir frá A til Ö.
Þjónusta
Góð stjórnun hönnunar leggur grunninn að vel heppnaðri og árekstralausri framkvæmd.
Sérfræðingar Verkís hafa áralanga reynslu af hönnunarstjórnun og fylgja verkum eftir frá A til Ö.
Byggingarreglugerð gerir ákveðnar kröfur til hönnunarstjóra. Verkís hefur á að skipa vel menntuðum og reyndum hönnunarstjórum og hefur þróað upp eigin aðferðafræði og verklagsreglur við stjórnun og samræmingu hönnunar þar sem byggt er á langri reynslu fyrirtækisins ásamt því að nota nýjustu aðferðir og tækni.
Í gegnum áranna rás höfum við tekið að okkur fjölbreytt verkefni þegar kemur að hönnunarstjórnun, jafnt lítil sem umfangsmikil. Gæði og öryggi eru okkur ávallt efst í huga og við tryggjum að hvert verk sé unnið samkvæmt ítrustu kröfum, í takt við nýjustu tækni og aðferðir sem völ er á.
Sérfræðingarnir okkar sjá til að mynda um skipulagningu og samræmingu hönnunar, skýrslugerð til opinberra aðila og öryggishönnun.
Eiríkur Steinn Búason
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
esb@verkis.is
Grétar Páll Jónsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gpj@verkis.is