Skilvirkt ferli
Byggingarreglugerð gerir ákveðnar kröfur til hönnunarstjóra. Verkís hefur á að skipa vel menntuðum og reyndum hönnunarstjórum og hefur þróað upp eigin aðferðafræði og verklagsreglur við stjórnun og samræmingu hönnunar þar sem byggt er á langri reynslu fyrirtækisins ásamt því að nota nýjustu aðferðir og tækni.
Í gegnum áranna rás höfum við tekið að okkur fjölbreytt verkefni þegar kemur að hönnunarstjórnun, jafnt lítil sem umfangsmikil. Gæði og öryggi eru okkur ávallt efst í huga og við tryggjum að hvert verk sé unnið samkvæmt ítrustu kröfum, í takt við nýjustu tækni og aðferðir sem völ er á.
Sérfræðingarnir okkar sjá til að mynda um skipulagningu og samræmingu hönnunar, skýrslugerð til opinberra aðila og öryggishönnun.
Þjónusta
- Skipulagning hönnunar
- Samræming hönnunar
- Skýrslugerð til opinberra aðila
- Öryggishönnun