Undirbúningur og þekking
Áreiðanleiki kostnaðaráætlunarinnar fer mikið eftir því hvernig staðið er að undirbúningi verksins og þeirri þekkingu sem Verkís býr yfir um hliðstæð verk.
Fyrirtækið byggir á langri reynslu við gerð kostnaðaráætlana og aðferðafræðin er hliðstæð vel þekktri aðferðafræði AACE International fyrir gerð kostnaðaráætlana. Fyrirtækið hefur þróað og notar eigin hugbúnað til áætlanagerðar. Sá hugbúnaður bíður upp á mjög ítarlega og sveigjanlega skýrslugjöf til verkkaupa.
Hve ítarleg kostnaðaráætlun er ræðst af því hve mikið af upplýsingum um verkið eru fyrir hendi þegar að áætlunin er gerð. Því minni upplýsingar, því meiri óvissa ríkir í kostnaðaráætluninni, en eftir því sem verkefnið þróast því meiri nákvæmni er hægt að ná í áætluninni.
Góðar kostnaðaráætlanir er forsenda fyrir því að halda utan um raunkostnað og passa að tímaáætlanir standist.
Áreiðanleiki kostnaðaráætlunarinnar fer eftir því hvernig staðið er að undirbúningi verksins og þeirri þekkingu sem Verkís býr yfir um hliðstæð verk.
Þjónusta
- Stofnkostnaðaráætlanir
- Viðhaldskostnaðaráætlanir
- Rekstraráætlanir
- Yfirferð og mat á áætlunum