Þjónusta

Víðnetskerfi

Styrkur Verkís er að geta veitt þjónustu á breiðu sviði sem tengist uppbyggingu víðnetskerfa.

Sérfræðingar Verkís hafa leyst fjölda verkefna á sviði víðnetskerfa um land allt. Aðallega ljósleiðaratengingar af ýmsu tagi auk ýmiss konar þráðlausum samböndum á lágum sem háum tíðnisviðum.

Styrkur og reynsla

Meðal þjónustuþátta sem sérfræðingar Verkís á sviði víðnetskerfa veita eru FTTH eða ljós heim til þín, örbylgjusambönd, GPRS3G/4G sambönd og varaaflstöðvar fyrir fjarskiptakerfi.

Verkís tók þátt í uppbyggingu ljósleiðaradreifikerfis sem Orkuveita Reykjavíkur byggði upp fyrst sem Lína.net og síðan undir merkjum Gagnaveitu Reykjavíkur. Byggður var upp gagnagrunnur til að halda utan um tengingar heimtauga, grunnnetið hannað og tengingar deilihannaðar.

Þá hefur Verkís komið að uppbyggingu víðnetskerfa bæði hér heima og erlendis, til að mynda hjá Hitaveitu Suðurnesja, í Hellisheiðarvirkjun og í Ilulissat á Grænlandi.

Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af því að vinna við fjölbreyttar aðstæður og hafa markmið, óskir og þarfir verkkaupa ávallt að leiðarljósi, sama hvert verkið er.

Okkur er treyst fyrir yfirgripsmiklum verkefnum á sviði víðnetskerfa og nýtum þar styrk okkar svo hvert einasta verkefni verði farsælt.

Þjónusta

  • FTTH eða ljós heim til þín
  • Örbylgjusambönd
  • GPRS/3G/4G sambönd
  • Varaaflstöðvar fyrir fjarskiptakerfi

Verkefni

  • Orkuveita Reykjavíkur, ljósleiðari
  • Hitaveita Suðurnesjum
  • Tengivirki Fljótsdal
  • Fjarksiptakerfi í Ilulissat, Grænlandi
  • Hellisheiðarvirkjun

Tengiliðir

Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc.
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is

Jón Pálmason
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
jp@verkis.is