Láttu okkur um verkið
Oftast er um samningagerð varðandi hönnun, byggingu eða viðhald mannvirkis að ræða, en einnig innkaup á tækjum og búnaði.
Stór hluti innkaupaferlisins felst í gerð útboðsgagna sem skipta má í tvo grunnþætti; tæknileg útboðsgögn og viðskiptaskilmála.
Verkís leggur eftir atvikum til sérfræðinga sem reka innkaupaferlið fyrir verkkaupa, allt frá því að setja saman útboðspakkann, greina og forvelja birgja eða bjóðendur, auglýsa útboðið, taka á móti tilboðum, opna og meta tilboðin, ganga frá samningum, skipuleggja flutninga og reka birgðastöð á framkvæmdastað, til þess að annast rekstur verksamninga, breytingastjórnun og verklok.
Sérfræðingarnir Verkís hafa séð um innkaupastjórnun í fjölmörgum verkum og eru öllum hnútum kunnug.
Þjónusta
- Kaup á hönnun, mannvirkjagerð og búnaði
- Tæknileg útboðsgögn
- Viðskiptaskilmálar
- Samningsform
- Rekstur samninga
- Logistics / Vörustjórnun