Viðhaldsráðgjöf

viðhalds­ráðgjöf

Eignastýring (e. Asset Management) framleiðslutækja er nauðsynleg til þess að hámarka áreiðanleika búnaðar og fá sem mest út úr framleiðslunni.

Fyrirtækið veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf í að byggja upp eignatré yfir búnað og stýra því hvernig haga skuli umsjón hans, yfirferð og reglubundnu viðhaldi til að tryggja snurðulausan rekstur. Þetta felur meðal annars í sér framkvæmd áreiðanleikagreininga, rótargreininga, skipulag ástandsgreininga, skipulag verkfæra og varahlutalagers, áætlunargerð viðhaldsaðgerða og almenna ráðgjöf til að auka þekkingu og skilning viðskiptavina á mikilvægi skilvirkrar viðhaldsstjórnunar. Fyrirtækið býður einnig upp á samþætta ráðgjöf fyrir framleiðslu- og viðhaldsstjórnun.

Þjónusta

  • Almenn viðhaldsráðgjöf
  • Eignatré framleiðslubúnaðar og áreiðanleikagreining
  • Skipulag fyrirbyggjandi viðhalds og ástandsgreininga
  • Skipulag varahluta- og verkfæralagers og þjónustusamninga
  • Ráðgjöf varðandi áætlanagerð og verkbeiðnir
  • Skipulag á vinnu framleiðslufólks við viðhald