Þjónusta

Viðhaldsráðgjöf

Verkís býður alhliða ráðgjöf í viðhaldsstjórnun fyrirtækja í iðnaði.

Eignastýring (e. Asset Management) framleiðslutækja er nauðsynleg til þess að hámarka áreiðanleika búnaðar og fá sem mest út úr framleiðslunni. Sama gildir um sjálfar byggingarnar, viðhald þeirra þarf að vera reglulegt á líftímanum.

Umfangsmikil verkefni

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf í að byggja upp eignatré yfir búnað og stýra því hvernig haga skuli umsjón hans, yfirferð og reglubundnu viðhaldi til að tryggja snurðulausan rekstur.

Þetta felur meðal annars í sér framkvæmd áreiðanleikagreininga, rótargreininga, skipulag ástandsgreininga, skipulag verkfæra og varahlutalagers, áætlunargerð viðhaldsaðgerða og almenna ráðgjöf til að auka þekkingu og skilning viðskiptavina á mikilvægi skilvirkrar viðhaldsstjórnunar. Verkís býður einnig upp á samþætta ráðgjöf fyrir framleiðslu- og viðhaldsstjórnun.

Sérfræðingar okkar hafa komið að viðamiklum verkefnum fyrir einhver af stærstu fyrirtækjum landsins. Ber þar helst að nefna uppbyggingu eignatrés Fjarðaáls, hermilíkan viðhaldsferla Norðuráls og áreiðanleikagreining á búnaði Fjarðaáls.

Eignastýring framleiðslutækja er þýðingarmikil til að hámarka áreiðanleika búnaðar og fá sem mest út úr framleiðslunni.

Þjónusta

  • Almenn viðhaldsráðgjöf
  • Eignatré framleiðslubúnaðar og áreiðanleikagreining
  • Skipulag fyrirbyggjandi viðhalds og ástandsgreininga
  • Skipulag varahluta- og verkfæralagers og þjónustusamninga
  • Ráðgjöf varðandi áætlanagerð og verkbeiðnir
  • Skipulag á vinnu framleiðslufólks við viðhald

Tengiliðir

Hannibal Ólafsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
ho@verkis.is

Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is