Þjónusta

Gæðamál raforku og segulsviðsmælingar

Þjónusta Verkís snýr að hönnun flutnings- og dreifikerfa, iðnkerfa, samskiptakerfa og uppsetningu rafbúnaðar í byggingum.

Notendur raforku gera ráð fyrir að framboð orkunnar sé mjög áreiðanlegt, en því miður eru gæði rafmagns ekki alltaf eins og vænst er og liggja ýmsar ástæður þar að baki.

Gæðin skipta máli

Fyrir utan möguleika á algjöru rafmagnsleysi þá er mikilvægt þegar kemur að mati á gæðum rafmagns að þættir eins og sveiflur í spennu og tíðni, yfirtóna bjögun og fleira séu metnir rétt og þeir séu innan marka sem reglugerðir og staðlar segja til um.

Þegar fjárfest er í raftækjum eins og tölvum, samskiptakerfum, tölvustýrðum stýringum og öðrum búnaði sem getur verið viðkvæmur fyrir truflunum er mikilvægt að huga að gæðum spennunnar sem er í boði á viðkomandi stað til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað síðar meir.

Verkefnalisti Verkís hefur að geyma verkefni tengd rannsóknum á samhæfi, spennugæðum og spennutruflunum auk þess sem hönnun kerfanna miðar að því að lágmarka bæði líkur á truflunum og áhrif truflana. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið verkefni tengd rannsóknum og mælingum á rafsegulsviði í umhverfi rafbúnaðar og fólks og lagt mat á niðurstöður með tilliti til reglugerða og staðla.

Þjónusta

  • Ráðgjöf varðandi kaupsamninga og tækjabúnaði
  • Ráðgjöf á val neyðar- og varaorkugjöfum
  • Ráðgjöf og hönnun á kerfum fyrir jarðskaut og spennujöfnun
  • Mælingar á gæðum raforku og styrk segulsviðs
  • Greining truflana í rafmagnskerfum
  • Mat á staðbundnum aðstæðum og uppsetningu

Tengiliðir

Einar Þór Lárusson
Rafmagnsverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
etl@verkis.is

Emil Sigursveinsson
Rafmagnsverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
ems@verkis.is