Gæðin skipta máli
Fyrir utan möguleika á algjöru rafmagnsleysi þá er mikilvægt þegar kemur að mati á gæðum rafmagns að þættir eins og sveiflur í spennu og tíðni, yfirtóna bjögun og fleira séu metnir rétt og þeir séu innan marka sem reglugerðir og staðlar segja til um.
Þegar fjárfest er í raftækjum eins og tölvum, samskiptakerfum, tölvustýrðum stýringum og öðrum búnaði sem getur verið viðkvæmur fyrir truflunum er mikilvægt að huga að gæðum spennunnar sem er í boði á viðkomandi stað til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað síðar meir.
Verkefnalisti Verkís hefur að geyma verkefni tengd rannsóknum á samhæfi, spennugæðum og spennutruflunum auk þess sem hönnun kerfanna miðar að því að lágmarka bæði líkur á truflunum og áhrif truflana. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið verkefni tengd rannsóknum og mælingum á rafsegulsviði í umhverfi rafbúnaðar og fólks og lagt mat á niðurstöður með tilliti til reglugerða og staðla.
Þjónusta
- Ráðgjöf varðandi kaupsamninga og tækjabúnaði
- Ráðgjöf á val neyðar- og varaorkugjöfum
- Ráðgjöf og hönnun á kerfum fyrir jarðskaut og spennujöfnun
- Mælingar á gæðum raforku og styrk segulsviðs
- Greining truflana í rafmagnskerfum
- Mat á staðbundnum aðstæðum og uppsetningu