Þjónusta

Straum- og vatnafræði

Sérfræðingar Verkís hafa mikla og langa reynslu á sviði vatna- og straumfræði.

Verkís hefur komið að fjölda verkefna á sviði vatna- og straumfræði, sem snúa að útreikningum, rannsóknum og líkangerð tengdri hönnun og byggingu mannvirkja og mati á hættu.

Breitt sérfræðisvið

Fyrirtækið hefur öflugan starfsmannahóp sem vinnur við fjölbreytta gerð reiknilíkana svo sem til að meta og greina rennsli í ám, streymi grunnvatns, sjávarstrauma, snjóflóð, aurflóð og grjóthrun, rennsli í pípukerfum og vindafar. Líkönin eru meðal annars notuð við mat á útbreiðslu flóða, afrennsli, dreifingu mengunar í vatni og lofti, aurburði og setmyndun, íshrannarmyndun, greiningu pípukerfa og hönnun hvers konar vatnsvega.

Sérfræðingar okkar taka að sér margvísleg verkefni á þessi sviði, svo sem hönnun vatnsvega, stíflna og flóðvarna, hönnun fráveitukerfa, útrása í sjó, vatns- og hitaveitna og hermun og greining flóða og grunnvatns. Þá tökum við að okkur, greiningu á aurburði, rofi og setmyndun, útreikninga á dreifingu mengunar í sjó og lofti, greiningu á vindafari við mannvirki og ofanflóðahættu.

Verkís býður upp á vöktun á rennsli vatnsfalla og stöðu grunnvatns. Meðal mælitækja fyrirtækisins eru straumhraðamælar og síritandi þrýstiskynjarar.

Sérfræðingar okkar hafa sérfræðiþekkingu í gerð sérhæfðra reiknilíkana og áralanga reynslu í líkanagerð til að meta rennsli í ám, streymi grunnvatns og herma snjóflóð, svo fátt eitt sé nefnt.

Þjónusta

 • Hönnun vatnsvega, flóðvarna, rofvarna, stíflna, laxastiga og sérhæfðra virkjanamannvirkj
 • Hönnun vatns- og hitaveitna og fráveitukerfa
 • Hönnun grænna ofanvatnslausna
 • Hermun og greiningu afrennslisflóða, ofanflóða, grunnvatnsrennslis, hraunstrauma og sjávarstrauma
 • Grunnvatnsvöktun og rennslismælingar í ám
 • Greining á aurburði, rofi og setmyndun
 • Greining á ísmyndunum í ám og vötnum
 • Mat á flóðahættu
 • Gerð smáskala líkana af flóknum mannvirkjum

Verkefni

 • Straumfræðileg hönnun vatnsvega Kárahnjúkavirkjunar
 • Kárahnjúkavirkjun – Ufsarstífla / Hraunaveita
 • Mat á stærð hönnunarflóða fyrir virkjanir í neðri Þjórsá

Tengiliðir

Hörn Hrafnsdóttir
Vatnsauðlindaverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
hhr@verkis.is

Kristín Martha Hákonardóttir
Byggingarverkfræðingur / Straumfræðingur Ph.D. / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
kmh@verkis.is

Sigurður Grétar Sigmarsson
Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
sgrs@verkis.is