Þjónusta

Hjóla- og göngustígar

Sérfræðingar á samgöngusviði fást daglega við hönnun og umferðarskipulag fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.

Við hönnun samgöngukerfis er mikilvægt að lögð sé áhersla á öryggi og þægindi mýkri ferðamáta til jafns við akandi vegfarendur en umferðaröryggi og umferðarflæði er ávallt til hliðsjónar við hönnun.

Öryggi og þægindi

Verkís veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf við gerð göngu- og hjólastíga og hefur mikla reynslu af hönnun brauta, stíga og þverana fyrir gangandi vegfarendur, umferð hjólandi fólks og reiðmanna. Slík verkefni hafa verið af öllum stærðargráðum, allt frá hönnun stuttra stíga til göngu- og hjólastígakerfis í heilum hverfum.

Frá árinu 2010 hefur Verkís hannað vegi, götur, göngu- og hjólreiðastíga og aðrar samgöngur í Noregi, aðallega fyrir norsku Vegagerðina, Statens vegvesen, en einnig fyrir sveitarfélög.

Verkís hefur að leiðarljósi að veita alhliða þjónustu og koma með lausnir sem byggja á hagkvæmni og öryggi. Á verktíma bjóðum við upp á verkefnastjórnun, eftirlit og stuðning við ákvarðanatöku.

Hvert verkefni er einstakt og engin lausn er eins þegar kemur að hönnun hjóla- og göngustíga. Við göngum inn í hvert verk með opinn huga og finnum bestu, hagkvæmustu og skynsamlegustu lausnina hverju sinni. Þannig tryggjum við að okkar lausn nýtist öllum.

Þægindi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda skiptir höfuðmáli við hönnun göngu- og hjólastíga. Þetta vitum við og höfum ávallt að leiðarljósi.

Verkefni

Tengiliðir

Grétar Páll Jónsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gpj@verkis.is

Guðmundur Jónsson (V)
Byggingarverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gj@verkis.is