Þjónusta

Umferðarhávaði

Umferðarhávaði skipar mikilvægan sess í hönnun gatnakerfis, í byggðaskipulagi og við mat á umhverfisáhrifum.

Starfsfólk Verkís hefur víðtæka reynslu af mælingum og útreikningum á umferðarhávaða þegar kemur að hönnun gatnakerfis, í byggðaskipulagi og við mat á umhverfisáhrifum.

Velsæld og lífsgæði

Við mat á umferðarhávaða eru ýmist gerðar beinar mælingar eða hávaðinn er reiknaður út í þrívíðu tölvulíkani. Hugbúnaðurinn SoundPLAN Noise og FAA‘s Integrated Noise Model byggja á slíku líkani og geta reiknað út hávaða frá umferð ökutækja eða frá flugumferð.

Forsendur þess að reikna út hávaða frá umferð ökutækja er að þekkja umferðarmagnið, umferðarhraða og hlutfall þungaumferðar. Fjarlægð frá uppsprettunni, lögun lands, lega bygginga og annarra mannvirkja hefur áhrif á dempun og endurkast hljóðs, en reiknilíkanið tekur mið af öllum þessum þáttum við útreikninginn. Spá má fyrir um hávaða frá vegum sem fyrirhugað er að leggja eða breyta og jafnframt má prófa mismunandi mótvægisaðgerðir á hönnunarstigi. Þannig eru dregnar upp mismunandi sviðsmyndir af mótvægisaðgerðum, með hliðsjón af þróun byggðar og umferðar í framtíð, hvort heldur er fyrir ríki, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklinga.

Kröfur um betri hljóðvist hafa vaxið jafnt og þétt síðustu ár með aukinni vitund fólks um mikilvægi þeirra. Sérfræðingar okkar eru sífellt á höttunum eftir nýjum lausnum til að bæta hljóðvist því við viljum tryggja velsæld og góð lífsgæði sem flestra.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Guðmundur Jónsson (V)
Byggingarverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gj@verkis.is

Sverrir Sigurðsson
Rekstrarstjóri / Byggingarverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
svs@verkis.is