Þjónusta

Mælingar og kortagerð

Tækninni fleygir fram og hefur kortagerð sjaldan verið mikilvægari en á öld snjalltækja.

Verkís tekur að sér hvers konar mælingaverkefni er snúa að framkvæmdum og byggingum, ásamt ráðgjöf við kortagerð og úrvinnslu landupplýsinga.

Aðeins það besta

Í verkefnum sem snúa að hönnun mannvirkja og skipulagi lands eru mælingar og vönduð kortlagning í upphafi verks forsenda þess að vel takist til með framkvæmdir. Áreiðanlegar upplýsingar eru lykill að góðri lausn.

Meðal þjónustu sem Verkís býður upp á eru land-, grunnvatns- og mengunarmælingar, mannvirkja- eftirlits- og náttúrufarsmælingar, jarðfræðikortlagning og magntaka. Þá sinnum við hljóðvist og innmælingum, bæði utan húss og innan. Við gerum þrívíddarlíkön af mannvirkjum og landi og vinnum þemakort, skipulagsuppdrætti og uppbyggingu gagnagrunna.

Sérfræðingar fyrirtækisins hafa til umráða öll þau mælitæki og annan búnað sem krafist er við úrlausn einstakra verkefna. Mælingar eru órjúfanlegur partur af hvers kyns framkvæmdum og kappkosta sérfræðingar okkar að bjóða viðskiptavinum okkar upp á bestu mögulegu þjónustu með þeirri tækni og aðferðum sem eru viðurkenndar og í fremstu röð.

Sérfræðingar Verkís taka vel á móti viðskiptavinum sínum og sinna öllum verkefnum í mælingum og kortagerð af kostgæfni.

Þjónusta

  • Land-, grunnvatns- og mengunarmælingar
  • Mannvirkja-, eftirlits- og náttúrufarsmælingar
  • Jarðfræðikortlagning og magntaka
  • Hljóðvist og innmælingar, utan húss og innan
  • Gerð þrívíddarlíkana af mannvirkjum og landi
  • Þemakort, skipulagsuppdrættir og uppbygging gagnagrunna

Verkefni

  • Blanda – Mat á umhverfisáhrifum og kortagerð
  • Eldgos í Bárðarbungu – Flóðaútbreiðslukort fyrir neðri Þjórsá
  • Ofanflóðasjóður – Kortagerð vegna snjóflóðavarnagarða á Neskaupstað

Tengiliðir

Andrés Gísli Vigdísarson
Byggingartæknifræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
agv@verkis.is

Áki Thoroddsen
Landfræðingur B.Sc.
Svið: Orka og iðnaður
akt@verkis.is